Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - ÍBV 1-0 Stefán Árni Pálsson skrifar 29. júlí 2012 00:01 Breiðablik vann frábæran sigur á ÍBV, 1-0, á Kópavogsvelli í 13. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Nichlas Rohde, nýr leikmaður Breiðabliks, gerði eina mark leiksins en með sigrinum stöðvuðu Blikar sigur göngu ÍBV í deildinni. Liðin voru bæði spræk alveg frá fyrstu mínútunni og ætluðu sér bæði sigur. Það tók samt dágóða stund fyrir liðin að ná inn fyrsta marktækifærinu. Blikar voru gríðarlega ákveðnir og nýi leikmaður liðsins, Nichlas Rohde, kom með mikinn kraft í þeirra leik. Sóknarmenn Blikana voru allir virkilega vinnusamir og tóku fjölmarga spretti. Þessi vinna borgaði sig loksins tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Nichlas Rohde skoraði fínt mark fyrir Breiðablik í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Tómas Óli Garðarsson gaf frábæra fyrirgjöf fyrir lappirnar á Rohde sem stýrði knettinum laglega í netið. Staðan var 1-0 í hálfleik sem var nokkuð sanngjarnt. Blikarnir héldu áfram að vera ákveðnir í upphafi síðari hálfleiksins og spiluðu vel en Eyjamenn en nokkuð vankaðir. Þegar leið á hálfleikinn fóru gestirnir smá saman að komast í takt við leikinn og bæta sinn leik. Besta færi síðari hálfleiksins kom þegar lítið var eftir af leiknum þegar Guðmundur Þórarinsson, leikmaður ÍBV, skaut knettinum í þverslánna en skotið kom beint í aukaspyrnu. Eyjamenn náðu ekki að jafna metin og náðu því Blikar í þrjú gríðarlega mikilvæg stig. Blikar eru því komnir með 19 stig, einu stigi á eftir ÍBV sem á reyndar einn leik til góða á Breiðablik. Ólafur Kristjánsson: Rohde kemur með nýja vídd í okkar sóknarleik.„Ég var mjög ánægður með liðið, við vörðumst, sköpuðum færi og nýtum eitt þeirra," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn. „Ég hefði viljað sjá mína menn setja eitt mark í viðbót og koma okkur í þægilegri stöðu." „Eyjamenn settu mikla pressu á okkur og fengu góða færi en okkar markvörður stóð vaktina vel." „Ég var mjög ánægður með Nichlas Rohde í leiknum hann sýndi mikla vinnusemi og kemur með nýja vídd í okkar sóknar leik, hann var góður í dag líkt að allir leikmenn liðsins." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf hér að ofan. Magnús Gylfason: Við vorum alveg hreint skelfilegir í fyrri hálfleiknum„Þetta var alveg skelfilegt hjá okkur í kvöld,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í dag. „Við byrjuðum leikinn ekki fyrir en í síðari hálfleik og lékum alveg hreint hræðilega í þeim fyrri.“ „Við sköpum færi í síðari hálfleiknum og hefðum alveg getað jafnað leikinn, en það gekk ekki í dag.“ „Ég verð að gefa strákunum smá hrós að ná að rífa sig aðeins upp í restina og setja smá pressu á Blikana en það var bara ekki nóg. Ég hefði viljað ná í eitt stig í þessum leik.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Magnús með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Breiðablik vann frábæran sigur á ÍBV, 1-0, á Kópavogsvelli í 13. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Nichlas Rohde, nýr leikmaður Breiðabliks, gerði eina mark leiksins en með sigrinum stöðvuðu Blikar sigur göngu ÍBV í deildinni. Liðin voru bæði spræk alveg frá fyrstu mínútunni og ætluðu sér bæði sigur. Það tók samt dágóða stund fyrir liðin að ná inn fyrsta marktækifærinu. Blikar voru gríðarlega ákveðnir og nýi leikmaður liðsins, Nichlas Rohde, kom með mikinn kraft í þeirra leik. Sóknarmenn Blikana voru allir virkilega vinnusamir og tóku fjölmarga spretti. Þessi vinna borgaði sig loksins tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Nichlas Rohde skoraði fínt mark fyrir Breiðablik í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Tómas Óli Garðarsson gaf frábæra fyrirgjöf fyrir lappirnar á Rohde sem stýrði knettinum laglega í netið. Staðan var 1-0 í hálfleik sem var nokkuð sanngjarnt. Blikarnir héldu áfram að vera ákveðnir í upphafi síðari hálfleiksins og spiluðu vel en Eyjamenn en nokkuð vankaðir. Þegar leið á hálfleikinn fóru gestirnir smá saman að komast í takt við leikinn og bæta sinn leik. Besta færi síðari hálfleiksins kom þegar lítið var eftir af leiknum þegar Guðmundur Þórarinsson, leikmaður ÍBV, skaut knettinum í þverslánna en skotið kom beint í aukaspyrnu. Eyjamenn náðu ekki að jafna metin og náðu því Blikar í þrjú gríðarlega mikilvæg stig. Blikar eru því komnir með 19 stig, einu stigi á eftir ÍBV sem á reyndar einn leik til góða á Breiðablik. Ólafur Kristjánsson: Rohde kemur með nýja vídd í okkar sóknarleik.„Ég var mjög ánægður með liðið, við vörðumst, sköpuðum færi og nýtum eitt þeirra," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn. „Ég hefði viljað sjá mína menn setja eitt mark í viðbót og koma okkur í þægilegri stöðu." „Eyjamenn settu mikla pressu á okkur og fengu góða færi en okkar markvörður stóð vaktina vel." „Ég var mjög ánægður með Nichlas Rohde í leiknum hann sýndi mikla vinnusemi og kemur með nýja vídd í okkar sóknar leik, hann var góður í dag líkt að allir leikmenn liðsins." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf hér að ofan. Magnús Gylfason: Við vorum alveg hreint skelfilegir í fyrri hálfleiknum„Þetta var alveg skelfilegt hjá okkur í kvöld,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í dag. „Við byrjuðum leikinn ekki fyrir en í síðari hálfleik og lékum alveg hreint hræðilega í þeim fyrri.“ „Við sköpum færi í síðari hálfleiknum og hefðum alveg getað jafnað leikinn, en það gekk ekki í dag.“ „Ég verð að gefa strákunum smá hrós að ná að rífa sig aðeins upp í restina og setja smá pressu á Blikana en það var bara ekki nóg. Ég hefði viljað ná í eitt stig í þessum leik.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Magnús með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira