Erlent

David Blaine í auga stormsins

Töframaðurinn David Blaine heillaði íbúa New York í dag með nýjasta glæfrabragði sínu. Sjónhverfingamaðurinn hefur reynt ýmislegt í gegnum tíðina en fátt jafn tilkomumikið og það nýjasta.

Blaine stendur á sex metra háum palli. Fyrir neðan hann er háspennu tesla-spóla. Töframaðurinn er klæddur í sérstaka hryngabrynju og með undarlegan hjálm á höfði sem hylur andlit hans. Saman virka brynjan og hjálmurinn sem Faraday-búr sem ver kappann frá eldingum sem myndast undan hleðslu tesla-spólunnar.

Alls mun Blaine standa í auga stormsins í 73 klukkustundir. Hann mun ekki neyta matar á meðan brellan stendur yfir.

Hægt er að sjá myndband frá glæfrabragðinu hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×