Lífið

Ósáttir tónleikagestir

Madonna olli aðdáendum sínum vonbrigðum í París.
Madonna olli aðdáendum sínum vonbrigðum í París. nordicphotos/getty
Franskir áhorfendur bauluðu á Madonnu og köstuðu vatnsflöskum í átt að sviðinu að loknum tónleikum hennar í l‘Olympia tónleikahöllinni í París.

Tónleikarnir í París voru aðeins 45 mínútur að lengd og töluvert styttri en aðrir tónleikar sem hún hafði komið fram á í MDNA tónleikaferðalagi sínu. Tónleikarnir í París voru þó óvænt viðbót við tónleikaferðalagið og höfðu aðdáendur söngkonunnar beðið í röð yfir nótt til að koma höndum yfir miða. Tónleikagestir hrópu ókvæðisorð eftir að Madonna yfirgaf sviðið og heimtuðu endurgreiðslu, en sumir höfðu greitt tugi þúsunda króna fyrir miða. Söngkonan hefur ekki tjáð sig um atvikið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.