Belginn Eden Hazard kann því greinilega vel að vera einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu og hann ætlar að draga það á langinn að greina frá því hvert hann fari í sumar.
Þessi 21 árs leikmaður er einna helst orðaður við Man. Utd eftir að félag hans, Lille, gaf það út að hann yrði seldur í sumar.
Hann er einnig orðaður við Man. City og Hazard var mættur á leik liðanna á dögunum.
"Ég kann vel við bæði rautt og blátt. Báðir þessir litir fara mér vel," sagði Hazard aðspurður um hvort hann væri hrifnari af rauða eða bláu sem eru litir Manchesterliðanna.
Hazard fór á leik Manchesterliðanna
