Erlent

Svisslendingar að hafna reykingabanni

BBI skrifar
Mynd/AFP
Svisslendingar kjósa í dag um reykingabann innandyra og fyrstu tölur benda til þess að banninu verði hafnað. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Eins og stendur mega hótel, veitingastaðir og barir hafa lokuð rými innandyra fyrir reykingamenn en margir vilja meina að það skaði heilsu þeirra sem þar vinna.

Í dag er þjóðaratkvæðagreiðsla um algert reykingabann innandyra og þegar fyrstu tölur hafa skilað sér úr öllum kjördæmum Sviss, svonefndum kantónum, virðist vera að tveir þriðju Svisslendinga hafi sagt nei við banninu.

Reglurnar eru sem stendur mismunandi eftir kantónum. Til að mynda er óheimilt að reykja innandyra í Geneva í Sviss, enda virðast kjósendur þar jákvæðari gagnvart banninu og 52% kjósa með því. Í öðrum kantónum kjósa allt að 70% á móti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×