Mo Yan hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels 12. október 2012 11:04 Kínverski höfundurinn var sigurstranglegur í ár að mati veðbanka. Dómnefndin veitti honum verðlaun fyrir „Ofskynjunarkennt raunsæi sem bræðir saman þjóðsögur, fortíð og samtíð“. Fræðingum ber ekki saman um hvernig beri að lýsa skáldskap Kínverjans Mo Yan, sem hlaut í gær bókmenntaverðlaun Nóbels. Sumir hafa lýst honum sem svari Kína við Franz Kafka eða Joseph Heller en á vefsíðu breska dagblaðsins Guardian í gær var honum líkt við Kólumbíumanninn Gabriel Garcia Marquez og bandaríska höfundinn Thomas Pynchon. Mo Yan er tiltölulega óþekkt nafn á Vesturlöndum en hefur engu að síður verið ofarlega á listum veðbanka yfir þá sem eru líklegastir til að hreppa Nóbelsverðlaunin. Hann er fæddur í Kína árið 1955. Að sögn tímaritsins Time er hann í hópi þeirra höfunda hvers verk hafa verið einna oftast bönnuð í Kína en samt sem áður náð að vekja athygli. Mo Yan er reyndar höfundarnafn og merkir "ekki tala", en réttu nafni heitir hann Guan Moye. Mo Yan hefur skrifað tugi skáldsagna og smásagnakvera frá því að fyrsta bók hans kom út árið 1981. Þá nýjustu kveðst hann hafa skrifað á aðeins 43 dögum. Nokkrar bóka hans hafa verið þýddar á ensku. Þekktust er líklega Red Sorghum sem samnefnd kvikmynd var gerð eftir árið 1987. Í umsögn dómnefndar kom fram að hann hljóti Nóbelsverðlaunin fyrir "ofskynjunarkennt raunsæi sem bræði saman þjóðsögur, fortíð og samtíð". Eftir því sem næst verður komist hafa verk hans ekki verið þýdd á íslensku, en enskar þýðingar á verkum hans má finna á bókasöfnum. Menning Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Fræðingum ber ekki saman um hvernig beri að lýsa skáldskap Kínverjans Mo Yan, sem hlaut í gær bókmenntaverðlaun Nóbels. Sumir hafa lýst honum sem svari Kína við Franz Kafka eða Joseph Heller en á vefsíðu breska dagblaðsins Guardian í gær var honum líkt við Kólumbíumanninn Gabriel Garcia Marquez og bandaríska höfundinn Thomas Pynchon. Mo Yan er tiltölulega óþekkt nafn á Vesturlöndum en hefur engu að síður verið ofarlega á listum veðbanka yfir þá sem eru líklegastir til að hreppa Nóbelsverðlaunin. Hann er fæddur í Kína árið 1955. Að sögn tímaritsins Time er hann í hópi þeirra höfunda hvers verk hafa verið einna oftast bönnuð í Kína en samt sem áður náð að vekja athygli. Mo Yan er reyndar höfundarnafn og merkir "ekki tala", en réttu nafni heitir hann Guan Moye. Mo Yan hefur skrifað tugi skáldsagna og smásagnakvera frá því að fyrsta bók hans kom út árið 1981. Þá nýjustu kveðst hann hafa skrifað á aðeins 43 dögum. Nokkrar bóka hans hafa verið þýddar á ensku. Þekktust er líklega Red Sorghum sem samnefnd kvikmynd var gerð eftir árið 1987. Í umsögn dómnefndar kom fram að hann hljóti Nóbelsverðlaunin fyrir "ofskynjunarkennt raunsæi sem bræði saman þjóðsögur, fortíð og samtíð". Eftir því sem næst verður komist hafa verk hans ekki verið þýdd á íslensku, en enskar þýðingar á verkum hans má finna á bókasöfnum.
Menning Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“