Enski boltinn

"Fávitinn" sem réðst á Kirkland á leið í steininn

Chris Kirkland.
Chris Kirkland.
Hinn 21 árs gamli Aaron Cawley var í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hlaupa inn á völlinn í leik Leeds og Sheff. Wed og kýla Chris Kirkland, markvörð Sheff Wed, í andlitið.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Cawley kemst í kast við lögin og hagar sér kjánalega. Hann er ekki velkominn aftur á heimavöll Leeds, Elland Road.

"Það sem er jákvætt er að meirihluta stuðningsmanna okkar býður við svona framkomu. Fávitinn sem hljóp inn á völlinn fær ekki að koma aftur á völlinn og honum er hollast að halda sig fjarri. Það eru margir reiðir út í hann," sagði Ken Bates, stjórnarformaður Leeds.

"Félagið hefur verið að vinna mikið í ímynd sinni á síðustu árum. Þessi maður hefur skemmt þá ímynd mikið. Það er ekki sanngjarnt fyrir meirihluta stuðningsmanna okkar sem eru til fyrirmyndar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×