Erlent

Kappræður í beinni - gríðarlega mjótt á mununum

Það er óhætt að segja að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum séu orðnar verulega spennandi. Hægt verður að fylgjast með kappræðum Barack Obama og Mitt Romney í beinni á Vísi í kvöld.

Þeir er jafnir í skoðanakönnunum og ekkert tryggt í þeim efnum. Samkvæmt könnun Daily Telegraph er ómögulegt að spá fyrir um hvoru megin 130 kjörmenn af 270 munu falla. Obama hefur þó tryggari stöðu í lykilríkjunum svokölluðu, en hann er með 142 kjörmenn örugga á meðan Romney er með 76.

Það er því óhætt að fullyrða að kappræðurnar sem hefjast klukkan eitt í nótt geta haft veruleg áhrif eigi annar hvor frambjóðandinn slæman dag - eins og raunar kom í ljós þegar Obama tapaði fyrir Romney í fyrstu kappræðunum. Þá tapaði hann fljótlega forskoti sem hann hafði á Repúblikanann Romney.

Hlekkurinn verður virkur 00:50.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×