Enski boltinn

Redknapp er enn bjartsýnn þrátt fyrir mótlætið

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, telur að liðið eigi enn góða möguleika á að ná þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar á ný.
Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, telur að liðið eigi enn góða möguleika á að ná þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar á ný. Getty Images / Nordic Photos
Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, telur að liðið eigi enn góða möguleika á að ná þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar á ný. Erkifjendur Tottenham, lið Arsenal, þokaði sér upp í þriðja sætið í gær með 1-0 sigri á útivelli gegn Everton á meðan Tottenham rétt marði jafntefli gegn Stoke á heimavelli, 1-1.

Þrjú efstu sætin í ensku úrvalsdeildinni tryggja sjálfkrafa rétt til þess að leika í Meistaradeild Evrópu – og það er því mikið í húfi.

Redknapp sagði í gærkvöld að Arsenal gæti ekki farið að slaka á því margt ætti eftir að gerast á næstu vikum. Tottenham hefur verið í þriðja sæti deildarinnar undanfarna þrjá mánuði allt þar til í gærkvöldi. Rafael van der Vaart bjargaði stigi fyrir Tottenham þegar hann jafnaði metin rétt fyrir leikslok en fram að því stefndi í fjórða tapleik Tottenham í röð í deildinni.

„Við getum enn endað fyrir ofan Arsenal á stigatöflunni. Þeir hjá Arsenal geta haldið að þetta sé búið en svo er ekki. Það er mikið eftir af mótinu og það á margt eftir að gerast. Ég held ekki að Arsenal eigi eftir að vinna alla leikina sem eftir er," sagði Redknapp. Hann neitaði því að leikmenn Tottenham hefðu ekki verið búnir að jafna sig á atvikinu sem átti sér stað í leik liðsins s.l. laugardag þegar Fabrice Muamba leikmaður Bolton fékk hjartaáfall.

„Við vorum tilbúnir, við náðum ekki að senda boltann eins vel á milli manna og við erum vanir að gera. Stuðningsmenn okkar voru ákafir og þeir vildu sjá okkur sigra – sem er frábært. Við fórum að senda langar sendingar fram völlinn, sem er ekki það sem lið eiga að gera gegn Stoke," bætti Redknapp við. Arsenal hefur unnið upp 13 stiga forskotið sem Tottenham var með á liðið áður en liðin áttust við í grannaslagnum í febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×