Erlent

Risafrétt Trump reyndist prump

Risafréttin sem athafnamaðurinn Donald Trump boðaði um Barack Obama Bandaríkjaforseta í gærdag reyndist vera stormur í vatnsglasi svo vægt sé til orða tekið.

Margir Bandaríkjamenn höfðu beðið með öndina í hálsinum eftir þessari frétt en þegar til kom reyndist hún ekki annað en myndband af Trump sjálfum þar sem hann skorar á forsetann að birta upplýsingar um menntun sína og vegabréf. Ef Obama gerir slíkt muni Trump gefa 5 milljónir dollara til góðagerðasamtaka að vali Obama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×