Enski boltinn

Di Matteo: Við áttum skilið að vinna

Sturridge skorar í dag.
Sturridge skorar í dag.
Leikur Aston Villa og Chelsea var hádramatískur í meira lagi. Búlgarinn Stiliyan Petrov sat í stúkunni en greint var því í gær að hann væri með bráðahvítblæði og í dag sagðist hann vera búinn að leggja skóna á hilluna.

Bæði lið klæddust bolum í upphitun með skilaboðum til Petrov og klappað var fyrir Búlgaranum.

Chelsea virtist vera með unninn leik, 0-2, er Villa jafnaði með tveim mörkum rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. Chelsea svaraði því með tveimur mörkum. Mikið fjör.

"Þetta var skemmtilegur leikur. Við stýrðum leiknum nánast alfarið frá fimmtu mínútu. Villa lék vel en við áttum skilið að vinna," sagði Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea.

"Við vorum með talsverða yfirburði en vantaði bara þriðja markið til að ganga frá leiknum. Við erum hæstánægðir með sigur og fjögur mörk enda hefur okkur oft gengið illa hérna. Við stóðum okkur vel."

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×