Enski boltinn

Wenger: Spilamennskan olli mér vonbrigðum

Walcott fagnar marki sínu í dag. Það dugði ekki til.
Walcott fagnar marki sínu í dag. Það dugði ekki til.
Arsenal tapaði óvænt gegn QPR í ensku úrvalsdeildinni í dag og stjórinn, Arsene Wenger, var engan veginn sáttur við spilamennsku liðsins.

"Þessi frammistaða okkar olli mér miklum vonbrigðum. QPR varðist mjög vel og við náðum ekki að særa þá með okkar spilamennsku. Þess utan gerðum við mistök í vörninni sem höfðum ekki efni á að gera," sagði Wenger svekktur.

"Eðlilega leyfðu þér okkur að hafa boltann eins og eðlilegt er þegar litlu liðin mæta þeim stærri. Ég hefði líka kosið að völlurinn væri í betra standi en það skýrir ekki af hverju við töpuðum þessum leik."

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×