Enski boltinn

Dalglish sér ekki eftir að hafa tekið aftur við Liverpool

Það hefur myndast svolítil pressa á Kenny Dalglish, stjóra Liverpool, síðustu vikur enda finnst mörgum að hann sé ekki á réttri leið með liðið. Dalglish segist ekki sjá eftir því að hafa ákveðið að snúa aftur sem stjóri þó svo hann eigi á hættu að skaða goðsagnakennda ímynd sína hjá stuðningsmönnum félagsins.

Liverpool er búið að tapa fimm af síðustu sex leikjum sínum í deildinni og á engan möguleika á því að ná Meistaradeildarsæti lengur. Engu að síður er Liverpool búið að vinna einn bikar og er enn í bikarkeppninni.

"Ég hef alltaf sagt að það var heiður er ég var beðinn um að koma aftur. Því miður voru aðstæðurnar ekki góðar því Roy Hodgson hafði misst vinnuna sína. Ég sé ekki að ég þurfi að sjá eftir ákvörðun minni í dag," sagði Dalglish.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×