Enski boltinn

Wenger segir að Walcott muni framlengja

Theo Walcott mun að öllum líkindum skrifa undir nýjan samning við Arsenal á næstunni og stjórinn, Arsene Wenger, er hæstánægður með spilamennsku leikmannsins í síðustu leikjum.

Walcott var harkalega gagnrýndur framan af tímabilinu en þá var hann mjög óstöðugur í leik sínum og oftar en ekki  lélegur.

Þessi 23 ára leikmaður hefur aftur á móti rifið sig upp og farið mikinn að undanförnu.

"Samningamál Theo og Van Persie verða afgreidd í lok tímabilsins. Theo er að spila vel og hefur bætt sinn leik mikið. Hann er að þroskast í rétta átt og ég er sannfærður um að hann muni skrifa undir nýjan samning," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×