Dómstóll WBO-hnefaleikasambandsins hefur úrskurðað að Manny Pacquiao hafi unnið sigur gegn Timothy Bradley í bardaga þeirra á dögunum. Bradley var dæmdur sigur sem þótti fáranlegur dómur.
Dómstóllinn skoðaði myndband af bardaganum og dæmdu allir fimm í dómstólnum Pacqiao öruggan sigur. Þrátt fyrir það er ekki hægt að breyta úrslitum bardagans.
Dómararnir fimm dæmdu bardagann 117-111, 117-111, 118-110, 116-112 og 115-113 allt Pacquiao í hag.
Filippseyingurinn Pacquiao segist vilja fá að berjast aftur við Bradley.
"Stuðningsmennirnir þurfa ekki að hafa áhyggjur. Ég mun ná í þennan titil," sagði Manny.
Dómstóll dæmdi Manny í hag | Fær samt ekki beltið

Mest lesið



Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield
Enski boltinn

Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný
Fótbolti




ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin
Íslenski boltinn

