Bonucci: Englendingar spila eins og Ítalir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2012 22:00 Leonardo Bonucci og Mario Balotelli. Mynd/AFP Leonardo Bonucci, miðvörður Ítala og sá sem róaði niður Mario Balotelli í sigrinum á Írum, telur að enska landsliðið ætli að nota ítalska leikaðferð þegar þjóðirnar mætast í átta liða úrslitum Evrópumótsins á sunnudaginn. „Enska landsliðið er farið að líkjast meira ítölsku liði þökk sé Capello og öðrum ítölskum stjórum í ensku úrvalsdeildinni. Enska liðið hefur samt bætt sig mikið undanfarin tvö ár," sagði hinn 25 ára gamli Leonardo Bonucci sem leikur með ítölsku meisturunum í Juventus. „Enska liðið er að verjast betur og þeir geta beitt skyndisóknum. Það er fullt að topp leikmönnum í liðinu og það er ekki bara Rooney. Við höfum samt líklega verið að spila betur í mótinu hingað til," sagði Leonardo Bonucci. Bonucci vakti mikla athygli þegar hann róaði niður Mario Balotelli þegar Balotelli virtist blóta þjálfara sínum í sand og ösku eftir að hann skoraði markið sitt á móti Írum. Balotelli var settur á bekkinn fyrir leikinn en kom inn á völlinn og skoraði. „Ég spilaði með Mario í unglingaliði Inter og ég þekki hann betur en allir aðrir hér. Hann var bara 17 ára þá en ég var strax byrjaður að skamma hann. Svona er hann bara og þess vegna passaði ég upp á hann í fagnaðarlátunum á móti Írlandi. Hann þakkaði mér fyrir það," sagði Bonucci „Því miður gerir hann stundum fáránlega hluti. Hann missir oft stjórn á sér en hann er góður strákur. Ef hann myndi brosa aðeins meira þá er hann leikmaður sem getur gert útslagið fyrir okkur. Hann er óútreiknanlegur, sterkur og kraftmikill," sagði Bonucci. Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Leonardo Bonucci, miðvörður Ítala og sá sem róaði niður Mario Balotelli í sigrinum á Írum, telur að enska landsliðið ætli að nota ítalska leikaðferð þegar þjóðirnar mætast í átta liða úrslitum Evrópumótsins á sunnudaginn. „Enska landsliðið er farið að líkjast meira ítölsku liði þökk sé Capello og öðrum ítölskum stjórum í ensku úrvalsdeildinni. Enska liðið hefur samt bætt sig mikið undanfarin tvö ár," sagði hinn 25 ára gamli Leonardo Bonucci sem leikur með ítölsku meisturunum í Juventus. „Enska liðið er að verjast betur og þeir geta beitt skyndisóknum. Það er fullt að topp leikmönnum í liðinu og það er ekki bara Rooney. Við höfum samt líklega verið að spila betur í mótinu hingað til," sagði Leonardo Bonucci. Bonucci vakti mikla athygli þegar hann róaði niður Mario Balotelli þegar Balotelli virtist blóta þjálfara sínum í sand og ösku eftir að hann skoraði markið sitt á móti Írum. Balotelli var settur á bekkinn fyrir leikinn en kom inn á völlinn og skoraði. „Ég spilaði með Mario í unglingaliði Inter og ég þekki hann betur en allir aðrir hér. Hann var bara 17 ára þá en ég var strax byrjaður að skamma hann. Svona er hann bara og þess vegna passaði ég upp á hann í fagnaðarlátunum á móti Írlandi. Hann þakkaði mér fyrir það," sagði Bonucci „Því miður gerir hann stundum fáránlega hluti. Hann missir oft stjórn á sér en hann er góður strákur. Ef hann myndi brosa aðeins meira þá er hann leikmaður sem getur gert útslagið fyrir okkur. Hann er óútreiknanlegur, sterkur og kraftmikill," sagði Bonucci.
Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira