Sport

Ástrós og Hafþór keilufólk ársins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd af Ásdísi/B&B Kristinsson
ÍR-ingarnir Ástrós Pétursdóttir og Hafþór Harðarson hafa verið valin íþróttakona- og maður ársins 2012 í keilu.

Helstu afrek Ástrósar á árinu 2012 eru Íslandsmeistaratitill para ásamt Stefáni Claessen, fjórða sæti á slandsmeistaramótinu og annað sætið á Íslandsmóti liða með liði sínu ÍR-Buff.

Ástrós átti sæti í landsliði Íslands sem tók þátt í Evrópumóti landsliða en mótið fór fram í Tilburg í Hollandi í júní. Þá hefur Ástrós verið góð fyrirmynd ungra keilara.

Helstu afrek Hafþórs á árinu 2012 eru Íslandsmeistaratitillinn annað árið í röð, hann varð Svíþjóðarmeistari í þriggja manna liðakeppni, þriðja sæti SM-elite meistarakeppni í Svíþjóð og í öðru sæti í sænsku deildarkeppninni með liði sínu Team Pergamon.

Hafþór varð í 27. sæti af 208 keppendum á Evrópumóti landsliða sem fram fór í Austurríki og í 14. sæti af 42 keppendum á Evrópumóti landsmeistara. Hafþór varð Reykjavíkurmeistari og Íslandsmeistari í tvímenningi ásamt Einari Má Björnssyni.

Í nóvember tók Hafþór þátt í sterku atvinnumanna móti (World series) í Las Vegas og varð í 84. sæti af 264 keppendum. Í tvímenningskeppni endaði hann í 17. sæti af 66 tvímenningum. Á árinu lék Hafþór einn 300 leik og hefur því 11 sinnum leikið fullkominn leik á sínum ferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×