Enski boltinn

United vann í Japan en Liverpool tapaði - hvað gerir Chelsea?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Manchester United fagna hér sigri í Heimsmeistarakeppni félagsliða fyrir fjórum árum.
Leikmenn Manchester United fagna hér sigri í Heimsmeistarakeppni félagsliða fyrir fjórum árum. Mynd/Nordic Photos/Getty
Chelsea mætir í dag Corinthians frá Brasilíu í úrslitaleik Heimsmeistarakeppni félagsliða sem fer fram í Yokohama í Japan og hefst leikurinn klukkan 10.30 að íslenskum tíma.

Chelsea er þriðja enska félagið sem kemst í úrslitaleikinn á þessari keppni síðan að hún var sett á laggirnar árið 2000. Liverpool tapaði 0-1 fyrir brasilíska liðinu Sao Paulo 2005 og Manchester United vann 1-0 sigur á LDU Quito frá Kólumbíu árið 2008.

Barcelona varð Heimsmeistari félagsliða í fyrra eftir 4-0 sigur á Santos í úrslitaleik en árið á undan vann Internazionale titilinn undir stjórn Rafael Benitez, núverandi knattspyrnustjóra Chelsea.

Fulltrúi Meistaradeildar Evrópu í keppninni hefur unnið Heimsmeistaratitilinn undanfarin fimm ár eða allt frá því að Barcelona tapaði fyrir Internacional frá Brasilíu árið 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×