Enski boltinn

Spurs með fínan útisigur

Bale skoraði fyrra mark Spurs í dag.
Bale skoraði fyrra mark Spurs í dag.
Tottenham klifraði upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag þegar liðið vann nauman 1-2 útisigur á Southampton.

Gareth Bale og Clint Dempsey komu Spurs í 0-2 fyrir hlé en Jay Rodriguez minnkaði muninn í þeim seinni og hleypti spennu í leikinn.

Bæði lið fengu sín færi það sem eftir lifði leiks en mörkin urðu ekki fleiri.

Gylfi Sigurðsson hóf leikinn á bekknum en kom inn á fyrir Jermain Defoe þegar tólf mínútur lifðu leiks.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×