Ísland í undankeppni HM í blaki í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2012 22:08 Mynd/Valli Blaksamband Íslands hefur skráð A landslið karla og kvenna til þátttöku í undankeppni Heimsmeistaramóts 2014. Aldrei áður hafa blaklandslið tekið þátt í HM og verður það því í fyrsta sinn sem liðin taka þátt. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Lengi hefur það verið í umræðunni að senda landsliðin til keppni í stórmót og í sumar var tekin ákvörðun um þátttökuna í undankeppni HM 2014. Lokakeppnirnar fara fram á Ítalíu (kvenna) og í Póllandi (karla). Íslensku liðin verða í undankeppnum innan Evrópu en alls eru 55 ríki með aðild að evrópska blaksambandsins (CEV). Alls ætla 34 karlalandslið og 30 kvennalandslið að taka þátt og er Ísland meðal þeirra. Ekki þarf að spila fyrstu umferð í keppninni þar sem of fá lönd taka þátt. Í báðum flokkum er því farið beint í aðra umferð þar sem leikið verður í fjögurra liða riðlum. Riðlarnir spilast allir á sömu helginni á fyrirfram ákveðnum mótsstað. Alls eru 13 lönd sem fara beint í 3. umferð keppninnar vegna stöðu sinnar á Evrópulistanum. Í 2. umferð hjá körlunum eru 20 lið, spiluð í 5 riðlum. Í 2. umferð hjá konunum eru 16 lið, spiluð í 4 riðlum. Alls komast 7-9 lið áfram úr annarri umferð í þá þriðju en óvissuþátturinn er vegna þess að tvö efstu sæti lokakeppni Evrópumóts landsliða haustið 2013 gefa sæti í lokakeppni HM 2014. Verkefnið er metnaðarfullt hjá Landsliðsnefnd BLÍ og er ljóst að mikið verður að gera í lok maí 2013. Landsliðin keppa í undankeppni HM 2014 frá 23.-26. maí og halda síðan beint á Smáþjóðaleika í Luxembourg en setningarhátíð þeirra er 27. maí. Blaksamband Evrópu (CEV) hefur nú óskað eftir umsóknum um framkvæmdaraðila fyrir riðlakeppnina og á að skila því inn fyrir 9. nóvember. Þegar ljóst er hvar mótin verða haldin verður dregið í riðla eftir Evrópulistanum og er Ísland í neðsta styrkleikaflokki þar sem liðin hafa ekki tekið þátt í keppninni áður. Alls eru 13 lið beggja kynja sem þurfa ekki að spila aðra umferðina vegna sætis á Evrópulistanum og fara því beint í 3. umferðina sem verður leikin frá 15.-18. maí 2014. Þau lönd sem taka þátt í 2. umferð undankeppni HM 2014 í Evrópu.Karlar (20 lið) Eistland, Belgía, Grikkland, Úkraína, Bretland, Austurríki, Lettland, Svartfjallaland, Ísrael, Hvíta-Rússland, Króatía, Rúmenía, Ungverjaland, Danmörk, Svíþjóð, Moldavía, Luxemborg, Albanía, Noregur og Ísland.Konur (16 lið) Ísrael, Belgía, Úkraína, Slóvakía, Grikkland, Hvíta-Rússland, Bretland, Ungverjaland, Finnland, Austurríki, Portúgal, Sviss, Danmörk, Albanía, Eistland og Ísland. Landsliðsnefnd er um þessar mundir að skoða mögulega þjálfara fyrir landsliðin og tilkynnir innan tíðar um ráðningu í verkefni næsta árs. Íþróttir Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sjá meira
Blaksamband Íslands hefur skráð A landslið karla og kvenna til þátttöku í undankeppni Heimsmeistaramóts 2014. Aldrei áður hafa blaklandslið tekið þátt í HM og verður það því í fyrsta sinn sem liðin taka þátt. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Lengi hefur það verið í umræðunni að senda landsliðin til keppni í stórmót og í sumar var tekin ákvörðun um þátttökuna í undankeppni HM 2014. Lokakeppnirnar fara fram á Ítalíu (kvenna) og í Póllandi (karla). Íslensku liðin verða í undankeppnum innan Evrópu en alls eru 55 ríki með aðild að evrópska blaksambandsins (CEV). Alls ætla 34 karlalandslið og 30 kvennalandslið að taka þátt og er Ísland meðal þeirra. Ekki þarf að spila fyrstu umferð í keppninni þar sem of fá lönd taka þátt. Í báðum flokkum er því farið beint í aðra umferð þar sem leikið verður í fjögurra liða riðlum. Riðlarnir spilast allir á sömu helginni á fyrirfram ákveðnum mótsstað. Alls eru 13 lönd sem fara beint í 3. umferð keppninnar vegna stöðu sinnar á Evrópulistanum. Í 2. umferð hjá körlunum eru 20 lið, spiluð í 5 riðlum. Í 2. umferð hjá konunum eru 16 lið, spiluð í 4 riðlum. Alls komast 7-9 lið áfram úr annarri umferð í þá þriðju en óvissuþátturinn er vegna þess að tvö efstu sæti lokakeppni Evrópumóts landsliða haustið 2013 gefa sæti í lokakeppni HM 2014. Verkefnið er metnaðarfullt hjá Landsliðsnefnd BLÍ og er ljóst að mikið verður að gera í lok maí 2013. Landsliðin keppa í undankeppni HM 2014 frá 23.-26. maí og halda síðan beint á Smáþjóðaleika í Luxembourg en setningarhátíð þeirra er 27. maí. Blaksamband Evrópu (CEV) hefur nú óskað eftir umsóknum um framkvæmdaraðila fyrir riðlakeppnina og á að skila því inn fyrir 9. nóvember. Þegar ljóst er hvar mótin verða haldin verður dregið í riðla eftir Evrópulistanum og er Ísland í neðsta styrkleikaflokki þar sem liðin hafa ekki tekið þátt í keppninni áður. Alls eru 13 lið beggja kynja sem þurfa ekki að spila aðra umferðina vegna sætis á Evrópulistanum og fara því beint í 3. umferðina sem verður leikin frá 15.-18. maí 2014. Þau lönd sem taka þátt í 2. umferð undankeppni HM 2014 í Evrópu.Karlar (20 lið) Eistland, Belgía, Grikkland, Úkraína, Bretland, Austurríki, Lettland, Svartfjallaland, Ísrael, Hvíta-Rússland, Króatía, Rúmenía, Ungverjaland, Danmörk, Svíþjóð, Moldavía, Luxemborg, Albanía, Noregur og Ísland.Konur (16 lið) Ísrael, Belgía, Úkraína, Slóvakía, Grikkland, Hvíta-Rússland, Bretland, Ungverjaland, Finnland, Austurríki, Portúgal, Sviss, Danmörk, Albanía, Eistland og Ísland. Landsliðsnefnd er um þessar mundir að skoða mögulega þjálfara fyrir landsliðin og tilkynnir innan tíðar um ráðningu í verkefni næsta árs.
Íþróttir Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sjá meira