Erlent

Sjálfsmorðsárás í Afganistan - þrettán féllu

mynd/Google
Þrettán hið minnsta létust í sjálfsmorðssprengjuárás í Afganistan í morgun. Sextíu aðrir liggja sárir eftir. Ódæðismaðurinn ók á mótorhjóli að hermönnum við útimarkað í borginni Khost og sprengdi sig í loft upp.

Tíu almennir borgarar létust í árásinni og þrír hermenn fjölþjóðaliðsins. Um þrjú hundruð og fimmtíu hermenn fjölþjóðaliðsins hafa verið drepnir í Afganistan í ár en alls eru um hundrað þúsund hermenn hermenn undir stjórn NATO í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×