Erlent

Nóbelsvikan hefst í dag

Nóbelsvikan hefst í Stokkhólmi í dag með því að veitt verða Nóbelsverðlaunin í læknisfræði.

Á morgun verða svo Nóbelsverðlaunin í eðlisfærði veitt og á miðvikudag í efnafræði. Á fimmtudag er komið að bókmenntaverðlaununum og á föstudag eru það friðarverðlaunin. Að síðustu verða svo Nóbelsverðlaunin í hagfræði veitt á mánudaginn kemur.

Fyrir utan heiðurinn og veglegan gullpening fá verðlaunahafarnir 8 milljónir sænskra króna eða tæplega 150 milljónir króna í sinn hlut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×