Sport

Forseti UFC: "Gunnar Nelson er stórkostlegur"

Gunnar Nelson er rísandi stjarna í UFC-heiminum.
Gunnar Nelson er rísandi stjarna í UFC-heiminum. mynd/stöð 2
Menn halda vart vatni úti í hinum stóra heimi yfir frammistöðu bardagakappans Gunnars Nelssonar í gær en hann sigraði fyrsta andstæðing sinn í UFC blönduðum bardagaíþróttum með hengingartaki í fyrstu lotu.

Er hann sagður hafa sýnt frábæra alhliða takta í glímunni sem hafi tryggt honum andstæðing í topp tuttugu í næsta bardaga.

Dana White forseti UFC var viðstaddur bardagann í gær og sagði Gunnar hafa sýnt frábæra frammistöðu. „Wow!!! Gunnar Nelson stórkostlegur," skrifaði White á Facebook-síðu sína, eftir að bardagnum lauk, eftir þrjár mínútur og þrjátíu og fjórar sekúndur.

Eins og fyrr segir var þetta fyrsti bardagi Gunnars í UFC en hann hefur keppt í blönduðum bardagalistum, MMA, undanfarin ár. Í samtali við fréttastofu í byrjun júlí sagði Gunnar að það hefði mikla þýðingu fyrir sig að komast inn í sambandið, UFC, sem er stærsta bardagasamband heims.

„Þetta er heimsmeistarakeppnin í þessari í þrótt. Ef maður kemst þarna inn fer maður ekkert annað nema illa gengur," sagði Gunnar.

Rætt verður við Gunnar í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×