Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fylkir 1-1 Kristján Óli Sigurðsson á Kópavogsvelli skrifar 20. september 2012 13:37 Sverrir Ingi Ingason var hetja Blika er hann tryggði sínum mönnum stig með marki í uppbótartíma gegn Fylki í Pepsi-deild karla í kvöld. Ingimundur Níels Óskarsson kom Fylki yfir á 56. mínútu eftir fyrirgjöf frá Magnúsi Þóri Matthíassyni. Blikar geta þakkað Ingvari Kale fyrir að Fylkir hafi ekki bætt við mörkum þegar hann varði nokkrum sinnum meistaralega. Það var svo í uppbótartíma að Blikar náðu að jafna leikinn eftir skyndisókn þegar Sverrir Ingi Ingason náði frákastinu eftir skot Elfars Árna Aðalsteinssonar. Blikar byrjuðu leikinn af krafti og strax á þriðju mínútu skallaði varnarmaðurinn ungi Sverrir Ingi í slá eftir hornspyrnu. Fylkismenn unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og fengu sín færi til að taka forystuna en gekk ill að koma skotum á markið. Markalaust var í hálfleik en síðari hálfleikur hófst með látum. Það voru gestirnir úr Árbænum sem voru miklu ákveðnari og tóku því forystuna verðskuldað. Þeir ætluðu svo að láta kné fylgja kviði og bæta við marki en Ingvar Kale kom í veg fyrir það með nokkrum mögnuðum markvörslum. Blikar geta þakkað honum fyrir að hafa verið inní leiknum fram á 90. mínútu en þá geystust þeir í skyndisókn. Varnarmaðurinn Sverri Ingi, sem var kominn í fremstu víglínu hjá Blikum, jafnaði leikinn þegar hann tók frákast af skoti sem annars góður markvörður Fylkis, Bjarni Þórður Halldórsson, náði ekki að halda. Grátleg niðurstaða fyrir Fylkismenn sem eru ekki tölfræðilega öruggir með sæti sitt í deildinni þegar 2 umferðir eru eftir. Blikar gerðu Evrópumarkmið sín enn erfiðari en eiga þó enn veika von.Ásmundur: Flott spilamennska Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis, var að vonum svekktur í leikslok eftir jafnteflið í Kópavoginum í kvöld. „Við spiluðum flottan leik og hefðum átt að vera búnir að gera útum leikinn fyrir löngu. En það eru mörkin sem telja og því fór sem fór“. Fylkir er tölfræðilega ekki sloppið við fall en Ásmundur hefur ekki áhyggjur af því. „Við erum ekkert að pæla í því eins og er og ef við spilum tvo síðustu leikina eins og hér í dag þá munum við halda okkur í deildinni.“Ólafur: Þetta stig gæti talið Ólafur Kristjánsson var svekktur en þó sáttari en kollegi sinn Ásmundur með uppskeruna í kvöld. „Við verðum bara að vona að þetta stig telji þegar talið verður uppúr pokanum í lok móts," sagði Ólafur. „Við áttum ekki góðan leik í dag og hvað veldur er ég ekki með skýringar á sem stendur. Fylkismenn voru grimmari en við í öllum nágvígjum og við getum þakkað Ingvari fyrir það að við vorum enn inní leiknum til loka.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Sverrir Ingi Ingason var hetja Blika er hann tryggði sínum mönnum stig með marki í uppbótartíma gegn Fylki í Pepsi-deild karla í kvöld. Ingimundur Níels Óskarsson kom Fylki yfir á 56. mínútu eftir fyrirgjöf frá Magnúsi Þóri Matthíassyni. Blikar geta þakkað Ingvari Kale fyrir að Fylkir hafi ekki bætt við mörkum þegar hann varði nokkrum sinnum meistaralega. Það var svo í uppbótartíma að Blikar náðu að jafna leikinn eftir skyndisókn þegar Sverrir Ingi Ingason náði frákastinu eftir skot Elfars Árna Aðalsteinssonar. Blikar byrjuðu leikinn af krafti og strax á þriðju mínútu skallaði varnarmaðurinn ungi Sverrir Ingi í slá eftir hornspyrnu. Fylkismenn unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og fengu sín færi til að taka forystuna en gekk ill að koma skotum á markið. Markalaust var í hálfleik en síðari hálfleikur hófst með látum. Það voru gestirnir úr Árbænum sem voru miklu ákveðnari og tóku því forystuna verðskuldað. Þeir ætluðu svo að láta kné fylgja kviði og bæta við marki en Ingvar Kale kom í veg fyrir það með nokkrum mögnuðum markvörslum. Blikar geta þakkað honum fyrir að hafa verið inní leiknum fram á 90. mínútu en þá geystust þeir í skyndisókn. Varnarmaðurinn Sverri Ingi, sem var kominn í fremstu víglínu hjá Blikum, jafnaði leikinn þegar hann tók frákast af skoti sem annars góður markvörður Fylkis, Bjarni Þórður Halldórsson, náði ekki að halda. Grátleg niðurstaða fyrir Fylkismenn sem eru ekki tölfræðilega öruggir með sæti sitt í deildinni þegar 2 umferðir eru eftir. Blikar gerðu Evrópumarkmið sín enn erfiðari en eiga þó enn veika von.Ásmundur: Flott spilamennska Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis, var að vonum svekktur í leikslok eftir jafnteflið í Kópavoginum í kvöld. „Við spiluðum flottan leik og hefðum átt að vera búnir að gera útum leikinn fyrir löngu. En það eru mörkin sem telja og því fór sem fór“. Fylkir er tölfræðilega ekki sloppið við fall en Ásmundur hefur ekki áhyggjur af því. „Við erum ekkert að pæla í því eins og er og ef við spilum tvo síðustu leikina eins og hér í dag þá munum við halda okkur í deildinni.“Ólafur: Þetta stig gæti talið Ólafur Kristjánsson var svekktur en þó sáttari en kollegi sinn Ásmundur með uppskeruna í kvöld. „Við verðum bara að vona að þetta stig telji þegar talið verður uppúr pokanum í lok móts," sagði Ólafur. „Við áttum ekki góðan leik í dag og hvað veldur er ég ekki með skýringar á sem stendur. Fylkismenn voru grimmari en við í öllum nágvígjum og við getum þakkað Ingvari fyrir það að við vorum enn inní leiknum til loka.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn