Innlent

Sambíóin loka á Selfossi

Sambíóin loka á Selfossi.
Sambíóin loka á Selfossi.
„Já, við ætlum að loka 1. nóvember nk. og höfum sagt upp öllu okkar starfsfólki á Selfossi, 10 manns. Ástæðan er fyrst og fremst gömul tæki á Selfossi, við erum með 35 mm vélar þar en nú er allt meira og minna komið í digital. Við treystum okkur ekki í að endurnýja tækin á Selfossi og ætlum því að loka," sagði Alfreð Árnason hjá Sambíóunum í samtali við fréttavefinn dfs.is, en Sambíó hefur verið á Selfossi síðan 2006.

Sambíóin skoða nú stöðu sína á Ísafirði og Akranesi, en þar eru einnig gömul tæki. Eigandi Hótel Selfoss á húsnæðið, sætin og salina í Selfossbíói.Ekkert bíó verður starfrækt á Suðurlandi frá 1. nóvember 2012 þegar Sambíó skellir í lás á Selfossi. Það er því ljóst að íbúar á Suðurlandi þurfa að fara alla leiðina til Reykjavíkur vilji þeir sjá nýjustu bíómyndirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×