Innlent

Síðasta ferð Herjólfs fellur niður

mynd úr safni
Vegna veðurs og sjólags á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar fellur niður síðasta ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum klukkan 20:30 og frá Landeyjahöfn klukkan 22:00.

Varðandi ferðir á morgun þriðjudag þá gerir veðurspá ráð fyrir því að veðrið verði gengið niður. Gefin verður út tilkynning klukkan 07:05 í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×