Innlent

Ölvaður maður reykti í flugvél

BBI skrifar
Nikótínfíknin varð skynseminni yfirsterkari í flugvélinni.
Nikótínfíknin varð skynseminni yfirsterkari í flugvélinni. Mynd/AFP
Ölvaður maður var um helgina staðinn að því að reykja inni á salerni flugvélar Icelandair á leið til landsins.

Þegar lögreglan á Suðurnesjum ræddi við hann stóð hann fyrst fast á því að hann hefð ekki reykt í vélinni. Fljótlega breytti hann þó framburði sínum og sagðist sjá eftir athæfi sínu sem myndi ekki endurtaka sig.

Að því búnu var hann frjáls ferða sinna en að sögn lögreglu var hann afar ölvaður. Málið er enn til meðferðar hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×