Innlent

Stal samloku og heyrnartólum

Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi karlmann fæddan 1987 fyrir að hafa stolið samloku og heyrnartólum. Maðurinn stal samlokunni í janúar síðastliðnum og svo heyrnartólunum, sem voru að gerðinni Sennheiser, í mars. Maðurinn játaði sök. Brotaferill mannsins hófst árið 2005 en hann hefur fjórum sinnum gengist undir sáttir vegna brota á ávana- og fíkniefnalöggjöfinni.

Maðurinn var dæmdur til þess að sæta fangelsi í fjóra mánuði en fresta skal fullnustu refsingar og fellur hún niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dómsins haldi maðurinn almennt skilorð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×