Innlent

Tilkynning frá Almannavörnum: Ástandið verra en í fyrstu var talið

Vetur á Norðurlandi. Myndin er úr safni.
Vetur á Norðurlandi. Myndin er úr safni.
Áhlaupið sem gengið hefur yfir Norðurland síðasta sólarhringinn hefur valdið ófærð og rafmagnsleysi allt frá Vatnsskarði í vestri, austur á Melrakkasléttu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.

Þar segir ennfremur:

Ástandið er mun verra en í fyrstu var talið á norðausturlandi og er aðgerðarstjórn að störfum í umdæmi sýslumannsins á Húsavík og hafa fulltrúar lögreglu og Slysavarnafélagsins Landsbjargar þegar hafið störf og munu eiga fund með fulltrúum Búgarðs, Rariks og fleiri aðilum nú um þrjú leytið. Einnig er vettvangsstjórn að störfum í Mývatnssveit.

Rafmagnsleysið hefur valdið bæði bændum og öðrum atvinnurekendum vandræðum. Unnið er að viðgerð á raflínum og varaaflstöðvar eru keyrðar víða, en þó þarf að skammta rafmagn.

Sauðfé hefur víða fennt, bæði í byggð og á heiðum. Smölun var ekki lokið alls staðar. Unnið er að því að bjarga fé.

Óvenju margir erlendir ferðamenn eru enn á ferð um Norðurland og kom veðrið þeim flestum á óvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×