Innlent

Ítrekað ráðist á lögreglumenn við skyldustörf

Nokkuð var um óspekktir á almannafæri í gær og í tvígang var ráðist á lögregluna við skyldustörf sín í gærkvöldi.

Um tíu leitið var tilkynnt um ölvaðan mann í strætó sem áreitti farþega og truflaði för vagnsins. Lögregla reyndi að ræða við mannin en hann vildi ekki láta af hegðun sinni. Þegar hann hafði ráðist að lögreglu og slegið einn lögreglumanninn á vettvangi var hann handtekinn og færður í fangaklefa þar sem hann var látinn sofa af sér ölvunarástandið. Maðurinn verður yfirheyrður með morgninum.

Og rétt eftir miðnætti þurfti lögregla að aðstoða gesti og starfsmenn skemmtistaðar í miðborginni en einn gesturinn hafði ráðist að öðrum gestum eftir að hafa angrað þá. Árásarmaðurinn virti lögreglu að vettugi og sinti engum fyrirmælum. Þvert á móti héllt hann áfram að skammast út í alla sem hann sá.

Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem hann var látinn sofa úr sér þar sem hann var talsvert ölvaður. Þrátt fyrir viðleitni lögreglumannanna til að ræða við hann kaus hann að bölva þeim og reyndi að ráðast á þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×