Innlent

Tíu mánaða fangelsi fyrir að bregðast deyjandi stúlku

Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. MYND/VALLI
Karlmaður var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu fyrir að hafa ekki komið ungri konu til hjálpar sem hafði neytt eitraðs fíkniefnis, sem dró hana að lokum til dauða. Konan neytti fíkniefnis sem er kallað PMMA.

Meðal gagna sem voru lögð fram í málinu var myndbandsupptaka sem var staðsett við rúmstokk þar sem stúlkan lagðist eftir að hún neytti efnisins. Á myndbandinu sést stúlkan fá krampakast og svo fjarar líf hennar út.

Atvikið átti sér stað í Árbænum í lok apríl á síðasta ári. Eiturefnið hefur dregið tólf ungmenni til dauða í Noregi en hér á landi gerði lögreglan dauðaleit að banvæna efninu til þess að koma í veg fyrir að fleiri fíklar neyttu þess. Engin önnur tilfelli hafa komið upp hér á landi vegna eiturefnisins.

Maðurinn hefur þegar gefið út yfirlýsingar um að hann ætli að áfrýja dómnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×