Vék sæti vegna vanhæfis í Icesave-málinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. september 2012 21:02 Dómari skipaður af Norðmönnum vék sæti í EFTA-dómstólnum í samningsbrotamáli gegn Íslandi vegna greinar sem hann skrifaði um innistæðutryggingar í norska dagblaðið Aftenposten. Búast má við að dómur í málinu liggi fyrir innan 3 mánaða, en málið verður flutt fyrir dómstólnum á þriðjudag. Dómarar EFTA-dómstólsins í Lúxemborg eru skipaðir fulltrúum EFTA-ríkjanna, Íslands, Noregs og Liechtenstein.Páll Hreinsson dæmir í málinu Starfandi aðaldómarar við dómstólinn eru þeir Carl Baudenbacher, frá Liechtenstein, Páll Hreinsson, hæstaréttardómari í leyfi frá Íslandi og Per Christiansen, frá Noregi. Í EFTA-dómstólinn veljast gjarnan hæfustu dómarar og fræðimenn EFTA-ríkjanna. Páll Hreinsson mun ekki víkja sæti enda þurfa dómarar við dómstólinn ítrekað að dæma í málum eigin þjóðríkja. Per Christansen sagði sig frá málinu vegna vanhæfis, en samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar er það vegna greinar sem hann skrifaði um málið í norska dagblaðið Aftenposten. Ola Mestad, setudómari við dómínn og prófessor við Oslóarháskóla, hefur tekið sæti hans.Páll Hreinsson, hæstaréttardómari í leyfi, er dómari við EFTA-dómstólinn. Páll, sem er fyrrum prófessor og forseti lagadeildar HÍ, gat sér gott orð sem einn nefndarmanna í rannsóknarnefnd Alþingis. Páll dæmir í málinu gegn Íslandi, enda þurfa dómararnir við dómstólinn reglulega að dæma í málum sem varða eigin þjóðríki.Málið verður flutt næstkomandi þriðjudag, 18. september, klukkan 8 að morgni að íslenskum tíma og á máflutningur að taka 4-5 klukkustundir. Engin tímamörk eru sett eftir að málið er dómtekið, en miðað við önnur samningsbrotamál fyrir EFTA-dómstólnum ætti niðurstaða að liggja fyrir eftir 2 - 3 mánuði. Enski lögmaðurinn Tim Ward flytur málið fyrir hönd Íslands, en auk Ward eru 7 sérfræðingar í teyminu sem fer til Lúxemborgar. Í málinu er eingöngu tekist á um meint samningsbrot Íslands samkvæmt EES-samningnum vegna tilskipunar 94/19 um innistæðutryggingar. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, krefst viðurkenningar á því að Ísland hafi brotið EES-samninginn þar sem stjórnvöld hafi ekki tryggt að sparifjáreigendur á Icesave í Hollandi og Bretlandi gætu ekki gengið að lágmarkstrygginu, 20.887 evrum, þegar Landsbankinn féll. Ekki er tekist á um fjárhæðir eða meinta skaðabótaskyldu íslenska ríkisins. Þannig að í raun gerist ekkert fyrst um sinn ef Ísland tapar málinu. Ísland þarf síðar að efna skyldu sína ef það telst hafa brotið gegn tilskipun 94/19 og EES-samningnum. Kröfur á hendur íslenska ríkinu vegna vaxtakostnaðar hollenskra og breskra stjórnvalda, þegar og ef Ísland yrði dæmt um að hafa sýnt af sér vanrækslu, þyrfti að setja fram í máli gegn íslenska ríkinu, en heimavarnarþing íslenska ríkisins er Héraðsdómur Reykjavíkur. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Dómari skipaður af Norðmönnum vék sæti í EFTA-dómstólnum í samningsbrotamáli gegn Íslandi vegna greinar sem hann skrifaði um innistæðutryggingar í norska dagblaðið Aftenposten. Búast má við að dómur í málinu liggi fyrir innan 3 mánaða, en málið verður flutt fyrir dómstólnum á þriðjudag. Dómarar EFTA-dómstólsins í Lúxemborg eru skipaðir fulltrúum EFTA-ríkjanna, Íslands, Noregs og Liechtenstein.Páll Hreinsson dæmir í málinu Starfandi aðaldómarar við dómstólinn eru þeir Carl Baudenbacher, frá Liechtenstein, Páll Hreinsson, hæstaréttardómari í leyfi frá Íslandi og Per Christiansen, frá Noregi. Í EFTA-dómstólinn veljast gjarnan hæfustu dómarar og fræðimenn EFTA-ríkjanna. Páll Hreinsson mun ekki víkja sæti enda þurfa dómarar við dómstólinn ítrekað að dæma í málum eigin þjóðríkja. Per Christansen sagði sig frá málinu vegna vanhæfis, en samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar er það vegna greinar sem hann skrifaði um málið í norska dagblaðið Aftenposten. Ola Mestad, setudómari við dómínn og prófessor við Oslóarháskóla, hefur tekið sæti hans.Páll Hreinsson, hæstaréttardómari í leyfi, er dómari við EFTA-dómstólinn. Páll, sem er fyrrum prófessor og forseti lagadeildar HÍ, gat sér gott orð sem einn nefndarmanna í rannsóknarnefnd Alþingis. Páll dæmir í málinu gegn Íslandi, enda þurfa dómararnir við dómstólinn reglulega að dæma í málum sem varða eigin þjóðríki.Málið verður flutt næstkomandi þriðjudag, 18. september, klukkan 8 að morgni að íslenskum tíma og á máflutningur að taka 4-5 klukkustundir. Engin tímamörk eru sett eftir að málið er dómtekið, en miðað við önnur samningsbrotamál fyrir EFTA-dómstólnum ætti niðurstaða að liggja fyrir eftir 2 - 3 mánuði. Enski lögmaðurinn Tim Ward flytur málið fyrir hönd Íslands, en auk Ward eru 7 sérfræðingar í teyminu sem fer til Lúxemborgar. Í málinu er eingöngu tekist á um meint samningsbrot Íslands samkvæmt EES-samningnum vegna tilskipunar 94/19 um innistæðutryggingar. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, krefst viðurkenningar á því að Ísland hafi brotið EES-samninginn þar sem stjórnvöld hafi ekki tryggt að sparifjáreigendur á Icesave í Hollandi og Bretlandi gætu ekki gengið að lágmarkstrygginu, 20.887 evrum, þegar Landsbankinn féll. Ekki er tekist á um fjárhæðir eða meinta skaðabótaskyldu íslenska ríkisins. Þannig að í raun gerist ekkert fyrst um sinn ef Ísland tapar málinu. Ísland þarf síðar að efna skyldu sína ef það telst hafa brotið gegn tilskipun 94/19 og EES-samningnum. Kröfur á hendur íslenska ríkinu vegna vaxtakostnaðar hollenskra og breskra stjórnvalda, þegar og ef Ísland yrði dæmt um að hafa sýnt af sér vanrækslu, þyrfti að setja fram í máli gegn íslenska ríkinu, en heimavarnarþing íslenska ríkisins er Héraðsdómur Reykjavíkur. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira