Össur: Alvarleg staða ef ESB grípur til innflutningstakmarkana Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. september 2012 12:30 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir Evrópuþingið hafa hagað sér „heimskulega" í makríldeilunni við Ísland. Ef framkvæmdastjórnin ætli sér að beita innflutningstakmörkunum á makríl þvert á EES-samninginn þá sé kominn upp alvarleg staða í samskiptum Íslands og ESB. Evrópuþingið samþykkti í gær, með 659 atkvæðum gegn 11 tilskipun, sem heimilar framkvæmdastjórn ESB að beita þau ríki sem stunda ósjálfbærar veiðar á fiskveiðitegundum úr sameiginlegum stofnum sem deilt er um, lesist makríl, viðskiptaþvingunum. Af orðalagi tilskipunarinnar sést skýrt að hún heimilar ekki aðeins löndunarbann á makrílafurðir og skyldar tegundir, eins og síld, heldur beinar innflutningstakmarkanir og þar með viðskiptabann.Ógn við íslenska hagsmuni Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, sagði í gær að menn vissu alveg „til hvers refirnir væru skornir." Með öðrum orðum, makríllinn er þarna undir. Makríllinn er næstverðmætasta útflutningsafurð Íslands í sjávarútvegi á eftir þorski. 38% af aflanum fer til Rússlands sem er utan ESB, en makrílafurðum er umskipað í Hollandi, sem er ESB-ríki. Það er vandamál og því ljóst að tilskipunin er ógn við íslenska hagsmuni. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að það sé alveg skýrt af hálfu sérfræðinga að ef framkvæmdstjórnin ætli sér að beita innflutningstakmörkunum þá sé það skýlaust brot á EES-samningnum. Hann segir að sérstaklega þurfi að kanna áður en reglum Evrópusambandsins er beitt hvort þær standist alþjóðasamninga. „Við túlkun þetta þannig að ef þeir ætla að grípa til einhverra aðgerða, þá verða þeir að skoða hvort það stenst EES-samninginn. Ef þeir fara út fyrir það, þá fara þeir vitandi vits að brjóta alþjóðlega samninga. Þá er komin upp alvarleg staða," segir Össur.Myndum þurfa að grípa til viðbragða Heldurðu að það sé útilokað að framkvæmdastjórnin beiti innflutningstakmörkunum? „Ég hef enga kristalskúlu en mér hefur oft fundist Evrópuþingið haga sér heimskulega í þessari deilu þannig að ég útiloka ekkert. En ég veit á hvaða lagalega grunni við stöndum og ég segi það alveg fullum fetum að ef þeir grípa til þessara aðgerða (innflutningstakmarkana innsk.blm) þá telja okkar færustu lögfræðingar að þeir séu að brjóta alþjóðlega samninga og það er auðvitað mjög alvarlegur hlutur sem hefur erfið áhrif á samskipti okkar og Evrópusambandsins og við myndum þurfa að grípa til viðbragða." Er ekki pólitískt erfitt að vera í viðræðum við ESB ef það ætlar að grípa til sinna aðgerða? „Ég geri hvorki einstaklinga né alþjóðastofnanir að lögbrjótum fyrr en ég tek á því. Það hefur ekki komið til þess að menn grípi til ráða sem við teljum að séu lögbrot. Ef sú staða kemur upp verðum við að skoða það, en auðvitað verður það erfitt fyrir samskipti okkar og Evrópusambandsins. Þar á meðal aðildarviðræðurnar," segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir Evrópuþingið hafa hagað sér „heimskulega" í makríldeilunni við Ísland. Ef framkvæmdastjórnin ætli sér að beita innflutningstakmörkunum á makríl þvert á EES-samninginn þá sé kominn upp alvarleg staða í samskiptum Íslands og ESB. Evrópuþingið samþykkti í gær, með 659 atkvæðum gegn 11 tilskipun, sem heimilar framkvæmdastjórn ESB að beita þau ríki sem stunda ósjálfbærar veiðar á fiskveiðitegundum úr sameiginlegum stofnum sem deilt er um, lesist makríl, viðskiptaþvingunum. Af orðalagi tilskipunarinnar sést skýrt að hún heimilar ekki aðeins löndunarbann á makrílafurðir og skyldar tegundir, eins og síld, heldur beinar innflutningstakmarkanir og þar með viðskiptabann.Ógn við íslenska hagsmuni Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, sagði í gær að menn vissu alveg „til hvers refirnir væru skornir." Með öðrum orðum, makríllinn er þarna undir. Makríllinn er næstverðmætasta útflutningsafurð Íslands í sjávarútvegi á eftir þorski. 38% af aflanum fer til Rússlands sem er utan ESB, en makrílafurðum er umskipað í Hollandi, sem er ESB-ríki. Það er vandamál og því ljóst að tilskipunin er ógn við íslenska hagsmuni. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að það sé alveg skýrt af hálfu sérfræðinga að ef framkvæmdstjórnin ætli sér að beita innflutningstakmörkunum þá sé það skýlaust brot á EES-samningnum. Hann segir að sérstaklega þurfi að kanna áður en reglum Evrópusambandsins er beitt hvort þær standist alþjóðasamninga. „Við túlkun þetta þannig að ef þeir ætla að grípa til einhverra aðgerða, þá verða þeir að skoða hvort það stenst EES-samninginn. Ef þeir fara út fyrir það, þá fara þeir vitandi vits að brjóta alþjóðlega samninga. Þá er komin upp alvarleg staða," segir Össur.Myndum þurfa að grípa til viðbragða Heldurðu að það sé útilokað að framkvæmdastjórnin beiti innflutningstakmörkunum? „Ég hef enga kristalskúlu en mér hefur oft fundist Evrópuþingið haga sér heimskulega í þessari deilu þannig að ég útiloka ekkert. En ég veit á hvaða lagalega grunni við stöndum og ég segi það alveg fullum fetum að ef þeir grípa til þessara aðgerða (innflutningstakmarkana innsk.blm) þá telja okkar færustu lögfræðingar að þeir séu að brjóta alþjóðlega samninga og það er auðvitað mjög alvarlegur hlutur sem hefur erfið áhrif á samskipti okkar og Evrópusambandsins og við myndum þurfa að grípa til viðbragða." Er ekki pólitískt erfitt að vera í viðræðum við ESB ef það ætlar að grípa til sinna aðgerða? „Ég geri hvorki einstaklinga né alþjóðastofnanir að lögbrjótum fyrr en ég tek á því. Það hefur ekki komið til þess að menn grípi til ráða sem við teljum að séu lögbrot. Ef sú staða kemur upp verðum við að skoða það, en auðvitað verður það erfitt fyrir samskipti okkar og Evrópusambandsins. Þar á meðal aðildarviðræðurnar," segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Sjá meira