Össur: Alvarleg staða ef ESB grípur til innflutningstakmarkana Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. september 2012 12:30 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir Evrópuþingið hafa hagað sér „heimskulega" í makríldeilunni við Ísland. Ef framkvæmdastjórnin ætli sér að beita innflutningstakmörkunum á makríl þvert á EES-samninginn þá sé kominn upp alvarleg staða í samskiptum Íslands og ESB. Evrópuþingið samþykkti í gær, með 659 atkvæðum gegn 11 tilskipun, sem heimilar framkvæmdastjórn ESB að beita þau ríki sem stunda ósjálfbærar veiðar á fiskveiðitegundum úr sameiginlegum stofnum sem deilt er um, lesist makríl, viðskiptaþvingunum. Af orðalagi tilskipunarinnar sést skýrt að hún heimilar ekki aðeins löndunarbann á makrílafurðir og skyldar tegundir, eins og síld, heldur beinar innflutningstakmarkanir og þar með viðskiptabann.Ógn við íslenska hagsmuni Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, sagði í gær að menn vissu alveg „til hvers refirnir væru skornir." Með öðrum orðum, makríllinn er þarna undir. Makríllinn er næstverðmætasta útflutningsafurð Íslands í sjávarútvegi á eftir þorski. 38% af aflanum fer til Rússlands sem er utan ESB, en makrílafurðum er umskipað í Hollandi, sem er ESB-ríki. Það er vandamál og því ljóst að tilskipunin er ógn við íslenska hagsmuni. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að það sé alveg skýrt af hálfu sérfræðinga að ef framkvæmdstjórnin ætli sér að beita innflutningstakmörkunum þá sé það skýlaust brot á EES-samningnum. Hann segir að sérstaklega þurfi að kanna áður en reglum Evrópusambandsins er beitt hvort þær standist alþjóðasamninga. „Við túlkun þetta þannig að ef þeir ætla að grípa til einhverra aðgerða, þá verða þeir að skoða hvort það stenst EES-samninginn. Ef þeir fara út fyrir það, þá fara þeir vitandi vits að brjóta alþjóðlega samninga. Þá er komin upp alvarleg staða," segir Össur.Myndum þurfa að grípa til viðbragða Heldurðu að það sé útilokað að framkvæmdastjórnin beiti innflutningstakmörkunum? „Ég hef enga kristalskúlu en mér hefur oft fundist Evrópuþingið haga sér heimskulega í þessari deilu þannig að ég útiloka ekkert. En ég veit á hvaða lagalega grunni við stöndum og ég segi það alveg fullum fetum að ef þeir grípa til þessara aðgerða (innflutningstakmarkana innsk.blm) þá telja okkar færustu lögfræðingar að þeir séu að brjóta alþjóðlega samninga og það er auðvitað mjög alvarlegur hlutur sem hefur erfið áhrif á samskipti okkar og Evrópusambandsins og við myndum þurfa að grípa til viðbragða." Er ekki pólitískt erfitt að vera í viðræðum við ESB ef það ætlar að grípa til sinna aðgerða? „Ég geri hvorki einstaklinga né alþjóðastofnanir að lögbrjótum fyrr en ég tek á því. Það hefur ekki komið til þess að menn grípi til ráða sem við teljum að séu lögbrot. Ef sú staða kemur upp verðum við að skoða það, en auðvitað verður það erfitt fyrir samskipti okkar og Evrópusambandsins. Þar á meðal aðildarviðræðurnar," segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir Evrópuþingið hafa hagað sér „heimskulega" í makríldeilunni við Ísland. Ef framkvæmdastjórnin ætli sér að beita innflutningstakmörkunum á makríl þvert á EES-samninginn þá sé kominn upp alvarleg staða í samskiptum Íslands og ESB. Evrópuþingið samþykkti í gær, með 659 atkvæðum gegn 11 tilskipun, sem heimilar framkvæmdastjórn ESB að beita þau ríki sem stunda ósjálfbærar veiðar á fiskveiðitegundum úr sameiginlegum stofnum sem deilt er um, lesist makríl, viðskiptaþvingunum. Af orðalagi tilskipunarinnar sést skýrt að hún heimilar ekki aðeins löndunarbann á makrílafurðir og skyldar tegundir, eins og síld, heldur beinar innflutningstakmarkanir og þar með viðskiptabann.Ógn við íslenska hagsmuni Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, sagði í gær að menn vissu alveg „til hvers refirnir væru skornir." Með öðrum orðum, makríllinn er þarna undir. Makríllinn er næstverðmætasta útflutningsafurð Íslands í sjávarútvegi á eftir þorski. 38% af aflanum fer til Rússlands sem er utan ESB, en makrílafurðum er umskipað í Hollandi, sem er ESB-ríki. Það er vandamál og því ljóst að tilskipunin er ógn við íslenska hagsmuni. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að það sé alveg skýrt af hálfu sérfræðinga að ef framkvæmdstjórnin ætli sér að beita innflutningstakmörkunum þá sé það skýlaust brot á EES-samningnum. Hann segir að sérstaklega þurfi að kanna áður en reglum Evrópusambandsins er beitt hvort þær standist alþjóðasamninga. „Við túlkun þetta þannig að ef þeir ætla að grípa til einhverra aðgerða, þá verða þeir að skoða hvort það stenst EES-samninginn. Ef þeir fara út fyrir það, þá fara þeir vitandi vits að brjóta alþjóðlega samninga. Þá er komin upp alvarleg staða," segir Össur.Myndum þurfa að grípa til viðbragða Heldurðu að það sé útilokað að framkvæmdastjórnin beiti innflutningstakmörkunum? „Ég hef enga kristalskúlu en mér hefur oft fundist Evrópuþingið haga sér heimskulega í þessari deilu þannig að ég útiloka ekkert. En ég veit á hvaða lagalega grunni við stöndum og ég segi það alveg fullum fetum að ef þeir grípa til þessara aðgerða (innflutningstakmarkana innsk.blm) þá telja okkar færustu lögfræðingar að þeir séu að brjóta alþjóðlega samninga og það er auðvitað mjög alvarlegur hlutur sem hefur erfið áhrif á samskipti okkar og Evrópusambandsins og við myndum þurfa að grípa til viðbragða." Er ekki pólitískt erfitt að vera í viðræðum við ESB ef það ætlar að grípa til sinna aðgerða? „Ég geri hvorki einstaklinga né alþjóðastofnanir að lögbrjótum fyrr en ég tek á því. Það hefur ekki komið til þess að menn grípi til ráða sem við teljum að séu lögbrot. Ef sú staða kemur upp verðum við að skoða það, en auðvitað verður það erfitt fyrir samskipti okkar og Evrópusambandsins. Þar á meðal aðildarviðræðurnar," segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira