Innlent

Dagur: Launakostnaður algjörlega á áætlun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs.
Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs.
„Launakostnaður málaflokka er algjörlega á áætlun, eins og flest annað í fjármálum borgarinnar," segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn segja í fréttatilkynningu í dag að borgin hafi keyrt um milljarð frammúr áætlunum í launakostnaði á fyrri helmingi ársins. Þetta sýni hálfsársuppgjörið. Dagur segir að frávikið skýrist af því að lífeyrisskuldbindingar starfsmanna séu núna áætlaðar í árshlutauppgjöri í stað þess að taka þær inn í ársuppgjörinu.

„Það er auðvitað bara mjög vandræðalegt að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki lesið þetta út úr uppgjörinu eins og allir aðrir sem það fengu," segir Dagur. Þess í stað sé reynt að þyrla einhverju upp um áætlanagerð og fjármálastjórn meirihlutans. „Því staðreyndin er sú að fjármálastjórnin hefur aldrei verið traustari og það að færa lífeyrisskuldbindingar jafnóðum inn í uppgjörin er bara ein af þeim umbótum sem við erum að gera," segir Dagur. Lífeyrisskuldbindingar hafi oft valdið frávikum í ársreikningm þegar þau hafa komið inn í árslok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×