Grunaður fíkniefnaframleiðandi í varðhaldi til 21. september Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. september 2012 17:36 Maðurinn leiddur fyrir dómara í dag. mynd/ stöd 2 Karmaðurinn sem var handtekinn í Efstasundi í gær, grunaður um að standa að baki amfetamínframleiðslu, var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. september á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Maðurinn var handtekinn eftir að lögreglan fann búnað og efni til framleiðslu fíkniefna í bílskúr í Langholtshverfinu síðdegis í gær. Unnið hefur verið sleitulaust að rannsókn málsins en ljóst er að það er mjög umfangsmikið. Lagt hefur verið hald á verulagt magn af tækjum og efnum í þágu rannsóknarinnar, en í dag hefur lögreglan jafnframt framkvæmt húsleit í Hafnarfirði í tengslum við málið. Við rannsóknina hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notið aðstoðar sérfræðinga frá Háskóla Íslands, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins auk sprengjusérfræðinga frá embætti ríkislögreglustjóra. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tengdar fréttir Engin sprengihætta vegna amfetamínverksmiðjunnar Lögreglan upprætti í gærkvöldi amfetamínverksmiðju í bílskúr í Efstasundi í Reykjavík. Töluverður viðbúnaður var vegna málsins og var hluta götunnar lokað, enda um afar eldfim efni að ræða í slíkri framleiðslu. 14. september 2012 06:56 Grunaður fíkniefnaframleiðandi með leikskólabarn á heimilinu Aðgerðir lögreglunnar og slökkviliðsins vegna amfetamínverksmiðjunnar í bílskúr í Efstasundi stóðu yfir í að minnsta kosti hálfan sólarhring, samkvæmt heimildum Vísis. Maðurinn sem grunaður er um að bera ábyrgð á framleiðslunni er tæplega fimmtugur fjölskyldumaður með barn á leikskólaaldri á heimili sínu. 14. september 2012 09:38 Ákvörðun um gæsluvarðhald í fíkniefnamálinu tekin í dag Karlmaður á fimmtugsaldri, sem handtekinn var í gær vegna fíkniefnamálsins í Efstasundi, er enn í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn málsins. Ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir manninum verður tekin síðar í dag. Rannsókn málsins er enn á frumstigi og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar um gang hennar. 14. september 2012 11:45 Húsleit í Trönuhrauni vegna amfetamínmálsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði húsleit í Trönuhrauni í Hafnarfirði í morgun vegna rannsóknar á fíkniefnaverksmiðjumálinu sem greint var frá í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er hluti húsnæðisins í Trönuhrauni í eigu mannsins sem var handtekinn í Efstasundi í gær. 14. september 2012 12:55 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Karmaðurinn sem var handtekinn í Efstasundi í gær, grunaður um að standa að baki amfetamínframleiðslu, var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. september á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Maðurinn var handtekinn eftir að lögreglan fann búnað og efni til framleiðslu fíkniefna í bílskúr í Langholtshverfinu síðdegis í gær. Unnið hefur verið sleitulaust að rannsókn málsins en ljóst er að það er mjög umfangsmikið. Lagt hefur verið hald á verulagt magn af tækjum og efnum í þágu rannsóknarinnar, en í dag hefur lögreglan jafnframt framkvæmt húsleit í Hafnarfirði í tengslum við málið. Við rannsóknina hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notið aðstoðar sérfræðinga frá Háskóla Íslands, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins auk sprengjusérfræðinga frá embætti ríkislögreglustjóra. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Engin sprengihætta vegna amfetamínverksmiðjunnar Lögreglan upprætti í gærkvöldi amfetamínverksmiðju í bílskúr í Efstasundi í Reykjavík. Töluverður viðbúnaður var vegna málsins og var hluta götunnar lokað, enda um afar eldfim efni að ræða í slíkri framleiðslu. 14. september 2012 06:56 Grunaður fíkniefnaframleiðandi með leikskólabarn á heimilinu Aðgerðir lögreglunnar og slökkviliðsins vegna amfetamínverksmiðjunnar í bílskúr í Efstasundi stóðu yfir í að minnsta kosti hálfan sólarhring, samkvæmt heimildum Vísis. Maðurinn sem grunaður er um að bera ábyrgð á framleiðslunni er tæplega fimmtugur fjölskyldumaður með barn á leikskólaaldri á heimili sínu. 14. september 2012 09:38 Ákvörðun um gæsluvarðhald í fíkniefnamálinu tekin í dag Karlmaður á fimmtugsaldri, sem handtekinn var í gær vegna fíkniefnamálsins í Efstasundi, er enn í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn málsins. Ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir manninum verður tekin síðar í dag. Rannsókn málsins er enn á frumstigi og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar um gang hennar. 14. september 2012 11:45 Húsleit í Trönuhrauni vegna amfetamínmálsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði húsleit í Trönuhrauni í Hafnarfirði í morgun vegna rannsóknar á fíkniefnaverksmiðjumálinu sem greint var frá í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er hluti húsnæðisins í Trönuhrauni í eigu mannsins sem var handtekinn í Efstasundi í gær. 14. september 2012 12:55 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Engin sprengihætta vegna amfetamínverksmiðjunnar Lögreglan upprætti í gærkvöldi amfetamínverksmiðju í bílskúr í Efstasundi í Reykjavík. Töluverður viðbúnaður var vegna málsins og var hluta götunnar lokað, enda um afar eldfim efni að ræða í slíkri framleiðslu. 14. september 2012 06:56
Grunaður fíkniefnaframleiðandi með leikskólabarn á heimilinu Aðgerðir lögreglunnar og slökkviliðsins vegna amfetamínverksmiðjunnar í bílskúr í Efstasundi stóðu yfir í að minnsta kosti hálfan sólarhring, samkvæmt heimildum Vísis. Maðurinn sem grunaður er um að bera ábyrgð á framleiðslunni er tæplega fimmtugur fjölskyldumaður með barn á leikskólaaldri á heimili sínu. 14. september 2012 09:38
Ákvörðun um gæsluvarðhald í fíkniefnamálinu tekin í dag Karlmaður á fimmtugsaldri, sem handtekinn var í gær vegna fíkniefnamálsins í Efstasundi, er enn í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn málsins. Ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir manninum verður tekin síðar í dag. Rannsókn málsins er enn á frumstigi og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar um gang hennar. 14. september 2012 11:45
Húsleit í Trönuhrauni vegna amfetamínmálsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði húsleit í Trönuhrauni í Hafnarfirði í morgun vegna rannsóknar á fíkniefnaverksmiðjumálinu sem greint var frá í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er hluti húsnæðisins í Trönuhrauni í eigu mannsins sem var handtekinn í Efstasundi í gær. 14. september 2012 12:55