Fótbolti

Sæti í umspili tryggt | Myndasyrpa frá Laugardalsvelli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Íslensku stelpurnar fagna marki Hólmfríðar Magnúsdóttur í dag.
Íslensku stelpurnar fagna marki Hólmfríðar Magnúsdóttur í dag. Mynd/Daníel
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann sannfærandi 2-0 sigur á Norður-Írum í undankeppni Evrópumóts landsliða á Laugardalsvelli í dag.

Hólmfríður Magnúsdóttir kom Íslandi yfir í fyrri hálfleik með flottu skallamarki og Fanndís Friðriksdóttir tryggði íslenskan sigur með glæsimarki í síðari hálfleik.

Með sigrinum komst Ísland í efsta sæti riðils síns. Liðið heldur nú til Noregs þar sem liðið mætir heimakonum á miðvikudag í Osló. Ísland hefur eins stigs forskot á Noreg og dugar því jafntefli til að halda toppsætinu.

Tapi Ísland í Noregi verður annað sætið hlutskipti liðsins sem mætir þá andstæðingi í tveimur leikjum um laust sæti í Svíþjóð næsta sumar.

Daníel Rúnarssonar, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, mætti í Laugardalinn og fylgdist með íslensku landsliðskonunum.


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Írland 2-0

Ísland vann virkilega mikilvægan sigur, 2-0, á Norður-Írum í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu kvenna sem fram fer árið 2013 í Svíþjóð. Íslenska liðið er því í efsta sæti riðilsins fyrir lokaleikinn gegn Norðmönnum sem fram fer á miðvikudaginn og dugar liðinu eitt stig í þeim leik til að tryggja sig á mótið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×