Innlent

Tugir útkalla vegna veðurs í Eyjum

BBI skrifar
Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. Mynd/Óskar
Lögreglan í Vestmannaeyjum fékk á milli 30 og 40 tilkynningar um tjón vegna veðurs í fárviðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu mikið tjónið var í heildina.

Það var í nógu að snúast hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í vikunni sem leið því að auk útkallanna vegna veðursins var kveikt í íbúðarhúsi um helgina. Um leið var sjónvarpstæki stolið úr húsinu. Enn er ekki vitað hverjir voru að verki og er málið til rannsóknar hjá lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×