Innlent

Jarðskjálfti upp á 3,1 stig í Mýrdalsjökli

Jarðskjálfti upp á 3,1 stig varð norður af Hábungu í Mýrdalsjökli um klukkan sjö í morgun. Skjálftinn var á 1,1 kílómetra dýpi. Þetta kemur fram á sjálfvirkum mælum Veðurstofunnar. Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið en þeir eru allir minni en 2 stig að stærð. Þó nokkuð hefur verið um jarðskjálfta undanfarið. Á föstudag varð skjálfti upp á 3,8 á sama stað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.