Innlent

Jarðskjálfti upp á 3,1 stig í Mýrdalsjökli

Jarðskjálfti upp á 3,1 stig varð norður af Hábungu í Mýrdalsjökli um klukkan sjö í morgun. Skjálftinn var á 1,1 kílómetra dýpi. Þetta kemur fram á sjálfvirkum mælum Veðurstofunnar. Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið en þeir eru allir minni en 2 stig að stærð. Þó nokkuð hefur verið um jarðskjálfta undanfarið. Á föstudag varð skjálfti upp á 3,8 á sama stað.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×