Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin í heild sinni á Vísi

Hörður Magnússon og félagar hans í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport fóru yfir gang mála í leikjunum úr 16. umferð Pepsideildar karla.Allur þátturinn er aðgengilegur á Vísi.. Reynir Leósson og Tómas Ingi Tómasson voru sérfræðingar þáttarins. Umferðinni lýkur á fimmtudaginn með tveimur stórleikjum, þar sem Íslandmeistaralið KR sækir topplið FH heim, og á Akranesi tekur ÍA á móti Stjörnunni.

Smelltu hér til að sjá 1. hluta þáttarins.



Smelltu hér til sjá 2. hluta þáttarins



Smelltu hér til að sjá 3. hluta þáttarins




Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 1-2

Fylkir vann góðan sigur á Val 2-1 á útivelli í kvöld. Fylkir lék frábærlega í fyrri hálfleik og lagði það grunninn að sigrinum en staðan í hálfleik var 2-0. Valur minnkaði muninn snemma í seinni hálfleik en náði ekki að nýta þau fáu færi sem gáfust til að jafna og því fór sem fór.

Framarar stoppuðu stutt í fallsætinu - myndir

Framarar voru bara tæpan klukkutíma í fallsæti í kvöld því þeir komust þaðan aftur eftir dramatískan 3-2 sigur á Breiðbliki á Laugardalsvelli í kvöld. Almarr Ormarsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu sextán mínútum fyrir leikslok.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Selfoss 0-4

Selfyssingar unnu 4-0 sigur í Grindavík í 16. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en leikurinn var gríðarlega mikilvægur í fallbaráttunni. Selfyssingar voru þarna að vinna sinn annan sigur í röð og komust fyrir vikið upp úr fallsæti.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Keflavík 0-1

Keflvíkingar urðu í kvöld fyrstir til þess að vinna Eyjamenn á Hásteinsvelli í Pepsi-deildinni í sumar en Guðmundur Steinarsson skoraði eina mark leiksins eftir ellefu mínútna leik.

Umfjöllun, einkunnir og viðtöl: Fram - Breiðablik 3-2

Framarar unnu í kvöld frábæran sigur, 3-2, gegn Breiðablik í 16. umferð Pepsi-deild karla en leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum. Framarar lentu undir í síðari hálfleiknum en gáfust ekki upp og skoruðu tvö mörk sem tryggði þeim stigin þrjú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×