Íslenski boltinn

Framarar stoppuðu stutt í fallsætinu - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Ernir
Framarar voru bara tæpan klukkutíma í fallsæti í kvöld því þeir komust þaðan aftur eftir dramatískan 3-2 sigur á Breiðbliki á Laugardalsvelli í kvöld. Almarr Ormarsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu sextán mínútum fyrir leikslok.

Sigur Selfoss á Fram þýddi að Fram datt niður í fallsætið og útlitið var ekki bjart þegar Blikar komust yfir í 2-1. Framarar náðu hinsvegar að skora tvö mörk á síðasta hálftímanum og tryggja sér mikilvægan sigur.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik Fram og Breiðabliks á Laugardals-vellinum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×