Fótbolti

Eto'o valinn í landslið Kamerún á nýjan leik

Framherjinn Samuel Eto'o er á leið aftur í kamerúnska landsliðið en hann er búinn að afplána átta mánaða bann sem hann fékk fyrir að taka þátt í verkfalli leikmanna.

Eto'o hefur verið valinn í 23 manna hópinn fyrir leik í næsta mánuði og er ekki búist við öðru en að leikmaðurinn mæti og spili.

Flestir héldu að Eto'o myndi leggja landsliðsskóna á hilluna út af banninu enda búinn að skila sínu fyrir landsliðið.

Hann hefur spilað 109 landsleiki á fimmtán ára landsliðsferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×