Sport

ÍR vann bikarkeppni FRÍ

Einar Daði Lárusson.
Einar Daði Lárusson.
ÍR sigraði þrefalt í 47. bikarkeppni FRÍ, sem fram fór á Þórsvelli á Akureyri um helgina. ÍR hlaut samtals 184 stig, 97 stig í karlaflokki og 87 stig í kvennaflokki.

Þetta er í fyrsta sinn í um tvo áratugi sem ÍR vinnur þrefaldan sigur í Bikarkeppninni. Í öðru sæti í hinni sameiginlegri keppni var FH með 159 stig og lið Norðlendinga varð í þriðja sæti með 147,5 stig. HSK varð í fjórða sæti með 124,5 stig eftir jafna baráttu við Breiðablik sem hlaut 121 stig.

Í kvennaflokki voru stigaúrslit þessi:

1. ÍR 87 stig

2. Norðurland 77,5

3. FH 76

4. HSK 64,5

5. Breiðablik 55

Í karlaflokki voru úrslit þessi:

1. ÍR 97 stig

2. FH 83

3. Norðurl. 70

4. Breiðabl. 66

5. HSK 60

Sameiginleg stig

1. ÍR 184 stig

2. FH 159

3. Norðurl. 147,5

4. HSK 124,5




Fleiri fréttir

Sjá meira


×