Eiður Smári: Ég vil taka síðustu árin með trompi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2012 16:00 Eiður Smári á æfingu landsliðsins á mánudag. Mynd/Anton „Þetta er skringileg staða hjá mér að vera ekki hjá félagsliði en vera valinn í landsliðshópinn," segir Eiður Smári Guðjohnsen en Íslendingar mæta Færeyingum í æfingaleik á Laugardalsvelli annað kvöld. „Við Lars áttum fínan fund fyrir rúmri viku og í kjölfarið ákváðum við í sameiningu að ég myndi mæta. Engar væntingar þannig séð heldur vildum við bara kynnast hvor öðrum. Hann vildi sjá mig innan hópsins. Við höfum ekki rætt hvort ég fái einhverjar mínútur eða hvort ég sé í standi til þess. Það verður að koma í ljós," segir Eiður Smári sem var síðast í liði Íslands sem lagði Kýpur 1-0 á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2012 fyrir tæpu ári. „Það er smátími síðan ég var síðast með landsliðinu. Ég lenti í erfiðum meiðslum og gott að vera kominn á lappir aftur. Ég hef reynt að æfa og halda mig í eins góðu standi og hægt er miðað við það að vera að æfa einn," segir Eiður Smári sem er í leit að nýju félagi. „Fyrst það er komið á þennan tímapunkt getur það dregist út mánuðinn þó svo að ég voni að það klárist í náinni framtíð. Það er ekkert komið á hreint," segir Eiður sem veit þó af áhuga. „Það eru alls konar tilboð að berast að víða úr heiminum. Ég verð að sjá hvað er rétta skrefið en aðalatriðið er að ég er heill," segir Eiður og segist í raun vera opinn fyrir öllu. „Ég geri svo sem engar kröfur nema þeirra til sjálfs míns að ég njóti þess að spila fótbolta. Það var kannski ástæðan fyrir því að ég fór til Grikklands að ég sá fram á að spila hvern einasta leik. Það er erfitt og leiðinlegt að lenda í meiðslum á þeim tímapunkti þegar mér fannst ég vera að nálgast mitt besta form. Aðstæður í Grikklandi og hjá félaginu voru erfiðar og því ekkert annað í stöðunni en að losa sig þaðan," segir Eiður Smári sem fótbrotnaði í leik með AEK í október síðastliðnum. „Það er auðvitað pínulítil eftirsjá að hafa ekki valið eitthvað annað (en AEK) en maður verður að standa með ákvörðunum sínum. Eftir á að hyggja er þetta allt lífsreynsla, sama hvað maður gerir og í hverju maður lendir, og reynir að koma sterkari tilbaka," segir Eiður Smári sem er á 34. aldursári og telur sig hafa ýmislegt fram að færa. „Það er nægur kraftur í mér ennþá og það eina sem vantar eru reglulegar æfingar og að spila reglulega. Það er nægur kraftur og hugur í mér til að taka síðustu árin með trompi," segir markahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins frá upphafi. Landsleikur Íslands og Færeyja hefst á Laugardalsvelli klukkan 19.45 á morgun. Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Sjá meira
„Þetta er skringileg staða hjá mér að vera ekki hjá félagsliði en vera valinn í landsliðshópinn," segir Eiður Smári Guðjohnsen en Íslendingar mæta Færeyingum í æfingaleik á Laugardalsvelli annað kvöld. „Við Lars áttum fínan fund fyrir rúmri viku og í kjölfarið ákváðum við í sameiningu að ég myndi mæta. Engar væntingar þannig séð heldur vildum við bara kynnast hvor öðrum. Hann vildi sjá mig innan hópsins. Við höfum ekki rætt hvort ég fái einhverjar mínútur eða hvort ég sé í standi til þess. Það verður að koma í ljós," segir Eiður Smári sem var síðast í liði Íslands sem lagði Kýpur 1-0 á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2012 fyrir tæpu ári. „Það er smátími síðan ég var síðast með landsliðinu. Ég lenti í erfiðum meiðslum og gott að vera kominn á lappir aftur. Ég hef reynt að æfa og halda mig í eins góðu standi og hægt er miðað við það að vera að æfa einn," segir Eiður Smári sem er í leit að nýju félagi. „Fyrst það er komið á þennan tímapunkt getur það dregist út mánuðinn þó svo að ég voni að það klárist í náinni framtíð. Það er ekkert komið á hreint," segir Eiður sem veit þó af áhuga. „Það eru alls konar tilboð að berast að víða úr heiminum. Ég verð að sjá hvað er rétta skrefið en aðalatriðið er að ég er heill," segir Eiður og segist í raun vera opinn fyrir öllu. „Ég geri svo sem engar kröfur nema þeirra til sjálfs míns að ég njóti þess að spila fótbolta. Það var kannski ástæðan fyrir því að ég fór til Grikklands að ég sá fram á að spila hvern einasta leik. Það er erfitt og leiðinlegt að lenda í meiðslum á þeim tímapunkti þegar mér fannst ég vera að nálgast mitt besta form. Aðstæður í Grikklandi og hjá félaginu voru erfiðar og því ekkert annað í stöðunni en að losa sig þaðan," segir Eiður Smári sem fótbrotnaði í leik með AEK í október síðastliðnum. „Það er auðvitað pínulítil eftirsjá að hafa ekki valið eitthvað annað (en AEK) en maður verður að standa með ákvörðunum sínum. Eftir á að hyggja er þetta allt lífsreynsla, sama hvað maður gerir og í hverju maður lendir, og reynir að koma sterkari tilbaka," segir Eiður Smári sem er á 34. aldursári og telur sig hafa ýmislegt fram að færa. „Það er nægur kraftur í mér ennþá og það eina sem vantar eru reglulegar æfingar og að spila reglulega. Það er nægur kraftur og hugur í mér til að taka síðustu árin með trompi," segir markahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins frá upphafi. Landsleikur Íslands og Færeyja hefst á Laugardalsvelli klukkan 19.45 á morgun.
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Sjá meira