Fótbolti

Mellberg á leiðinni í bandarísku MLS-deildina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd. / Getty Images
Svínn Olof Mellberg mun líklega ganga til liðs við Toronto í bandarísku MLS-deildinni í sumar, en þessi frábæri varnarmaður hefur verið á mála hjá Olympiakos.

Samningur leikmannsins við gríska félagið rennur út í sumar og mun hann að öllum líkindum fara frá félaginu. Þessi 34 ára miðherji á að baki frábæran feril sem atvinnumaður í knattspyrnu.

Mellberg lék með Aston Villa í mörg ár og missti varla úr leik fyrir félagið en auk þess hefur hann leikið með AIK, Juventus, Racing Santander.

Mellberg á einnig að baki magnaðan feril með sænska landslinu og leikið 117 leiki fyrir þjóð sína. Leikmaðurinn var frábær fyrir Svía á Evrópumótinu í Póllandi og Úkraínu í sumar og gerði meðal annars tvö mörk gegn Englendingum í riðlakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×