Fótbolti

Ótrúlegt sjálfsmark í Ukraínu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heldur skrautlegt sjálfsmark leit dagsins ljós í Ukraínu um helgina þegar leikmaður Goverlia, Evgen Eliseev, skaut boltanum í eigið net, nokkuð laglega gert en í rangt mark.

Eliseev fékk boltann rétt fyrir utan eigin vítateig og ætlaði að hreinsa boltann útaf vellinum, en í staðinn fór hann laglega yfir höfuðið á markverði liðsins.

Goverlia var 3-0 undir í hálfleik en komu til baka í þeim síðari með tveimur mörkum, nokkuð dýrt sjálfsmark.

Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×