Fótbolti

Seedorf semur við Botafogo til tveggja ára

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Seedorf í vináttuleik í Hollandi á dögunum.
Seedorf í vináttuleik í Hollandi á dögunum. Nordicphotos/Getty
Hollenski miðjumaðurinn Clarence Seedorf hefur skrifað undir tveggja ára samning við brasilíska félagið Botafogo. Seedorf yfirgaf AC Milan á dögunum eftir tíu ára veru á Ítalíu.

Seedorf, sem á ættir að rekja til Súrinam, var meðal annars undir smásjá West Ham sem leikur á ný í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu sem senn fer í hönd.

Botafogo á þó að hafa komið betur til móts við launakröfur Seedorf en staðfest er á heimasíðu félagsins að búið sé að ganga frá samningum.

Skv. yfirlýsingu Botafogo er samningurnin sá stærsti sem gerður hefur verið við erlendan knattspyrnumann í Brasilíu. Seedorf náði því ótrúlega afreki að vinna Meistaradeild Evrópu með þremur liðum í þremur mismunandi löndum. Ajax 1995, Real Madrid 1998 og með AC Milan 2003 og 2007.

Botafogo, sem er frá Ríó, situr í áttunda sæti brasilísku deildarinnar með þrjá sigra að loknum sex umferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×