Fótbolti

Stimac ráðinn landsliðsþjálfari Króata

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stimac í leik með Króötum árið 2001.
Stimac í leik með Króötum árið 2001. Nordic Photos / Getty Images
Igor Stimac hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Króata í stað Slaven Bilic en þeir voru áður fyrr liðsfélagar í króatíska landsliðinu.

Bilic stýrði landsliðinu í sex ár en hætti eftir Evrópumeistaramótið sem lauk um síðustu helgi.

Stimac hefur þjálfað nokkur lið í króatísku úrvalsdeildinni en fær nú það verkefni að koma landsliðinu á HM í Brasilíu eftir tvö ár.

„Ég er stoltur af þeim árangri sem Slaven Bilic og leikmennirnir náðu á EM 2012. Það verður mikil knattspyrnuveisla í Brasilíu eftir tvö ár og ég ætla að sjá til þess að Króatía verður með þar," sagði hann.

Stimac lék með West Ham á sínum tíma og lék alls 53 landsleiki á ferlinum. Hann var í lykilhlutverki í landsliðinu þegar það náði bronsverðlaunum á HM 1998 í Frakklandi.

Bilic var líka í því liði, sem og Davor Suker sem í gær var kjörinn forseti króatíska knattspyrnusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×