Fótbolti

Seedorf á leiðinni til Brasilíu

nordicphotos / getty
Hollendingurinn Clarence Seedorf mun að öllum líkindum skrifa undir samning við brasilíska félagið Botafogo í byrjun næsta mánaðar.

Hinn 36 ára gamli Seedorf er laus allra mála hjá AC Milan og hann er spenntur fyrir því að klára ferilinn í Brasilíu.

Seedorf mun skrifa undir 18 mánaða samning við félagið og verður því nálægt 38 ára er hann rennur út á samningi.

Seedorf er að vinna fyrir BBC á EM og mun fara til Brasilíu þegar mótinu lýkur til þess að ganga frá sínum málum við Botafogo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×