Anna Kristín: "Þetta er sigur fyrir konur“ 20. júní 2012 15:40 Anna Kristín Ólafsdóttir „Þetta er áhugavert út af fyrir sig, það er ekki algengt að forsætisráðherra sé gert að borga einstaklingi miskabætur fyrir að ganga yfir hann á skítugum skónum," sagði Anna Kristín Ólafsdóttir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem staðfesti úrskurð kærunefndar jafnréttismála um að hún hafi verið að minnsta kosti jafn hæf til þess að gegna starfi skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Sjálf var Anna Kristín stödd erlendis í fríi þegar Vísir náði tali af henni og hafði ekki lesið dóminn. Það var Arnar Þór Másson sem fékk starfið hjá forsætisráðuneytinu en valið stóð á milli hans og fjögurra kvenna, þar á meðal Önnu Kristínar. Ríkinu var gert að greiða henni hálfa milljón í miskabætur fyrir brotið. Ástæðan var ekki brot ráðuneytisins á jafnréttislögum þegar ráðið var í stöðuna, heldur viðbrögð þess við úrskurðinum þegar ráðuneytið birti tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem því var alfarið hafnað að ráðuneytið hefði brotið gegn jafnréttislögum. Á það var fallist að tilkynningin hafi verið niðurlægjandi fyrir Önnu Kristínu og því uppfyllti það skilyrði varðandi lög um miskabætur. Anna Kristín segir málið athyglisvert, ekki síst fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta skiptið sem héraðsdómur staðfestir bindandi úrskurð kærunefndar jafnréttismála. Þannig hefði verið hægt að fresta réttaráhrifum málsins, hefði ráðuneytið áfrýjað málinu til dómstóla innan 30 daga, en það gerðu þau ekki og var því álitið bindandi. Anna Kristín bendir einnig á að fáránleiki málsins nái nokkrum hæðum, að hennar mati, þegar það er haft í huga að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, var í forsvari fyrir því að breyta lögum með þeim hætti að úrskurðir kærunefndar jafnréttismála yrðu bindandi fyrir dómstólum. „Annars er ég mjög sátt við niðurstöðuna," segir Anna Kristín sem bætir við að það versta sé þó að ef málflutningur ríkislögmanns fyrir rétti standist, það er að hún hafi verið metin fimmta hæfust í starfið, þá hafi einnig verið brotið á þremur öðrum konum í þessu ferli. En eitt er Anna Kristín viss um, „þetta er sigur fyrir konur," segir hún um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Tengdar fréttir Héraðsdómur: Jóhanna braut jafnréttislög Anna Kristín Ólafsdóttir, fékk í dag dæmdar 500 þúsund krónur, í miskabætur frá ríkinu. Hún var umsækjandi um stöðu skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneytinu. Arnar Þór Másson var ráðinn í stöðuna. Anna Kristín kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hún skipaði Arnar í stöðuna. 20. júní 2012 14:01 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira
„Þetta er áhugavert út af fyrir sig, það er ekki algengt að forsætisráðherra sé gert að borga einstaklingi miskabætur fyrir að ganga yfir hann á skítugum skónum," sagði Anna Kristín Ólafsdóttir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem staðfesti úrskurð kærunefndar jafnréttismála um að hún hafi verið að minnsta kosti jafn hæf til þess að gegna starfi skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Sjálf var Anna Kristín stödd erlendis í fríi þegar Vísir náði tali af henni og hafði ekki lesið dóminn. Það var Arnar Þór Másson sem fékk starfið hjá forsætisráðuneytinu en valið stóð á milli hans og fjögurra kvenna, þar á meðal Önnu Kristínar. Ríkinu var gert að greiða henni hálfa milljón í miskabætur fyrir brotið. Ástæðan var ekki brot ráðuneytisins á jafnréttislögum þegar ráðið var í stöðuna, heldur viðbrögð þess við úrskurðinum þegar ráðuneytið birti tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem því var alfarið hafnað að ráðuneytið hefði brotið gegn jafnréttislögum. Á það var fallist að tilkynningin hafi verið niðurlægjandi fyrir Önnu Kristínu og því uppfyllti það skilyrði varðandi lög um miskabætur. Anna Kristín segir málið athyglisvert, ekki síst fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta skiptið sem héraðsdómur staðfestir bindandi úrskurð kærunefndar jafnréttismála. Þannig hefði verið hægt að fresta réttaráhrifum málsins, hefði ráðuneytið áfrýjað málinu til dómstóla innan 30 daga, en það gerðu þau ekki og var því álitið bindandi. Anna Kristín bendir einnig á að fáránleiki málsins nái nokkrum hæðum, að hennar mati, þegar það er haft í huga að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, var í forsvari fyrir því að breyta lögum með þeim hætti að úrskurðir kærunefndar jafnréttismála yrðu bindandi fyrir dómstólum. „Annars er ég mjög sátt við niðurstöðuna," segir Anna Kristín sem bætir við að það versta sé þó að ef málflutningur ríkislögmanns fyrir rétti standist, það er að hún hafi verið metin fimmta hæfust í starfið, þá hafi einnig verið brotið á þremur öðrum konum í þessu ferli. En eitt er Anna Kristín viss um, „þetta er sigur fyrir konur," segir hún um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur.
Tengdar fréttir Héraðsdómur: Jóhanna braut jafnréttislög Anna Kristín Ólafsdóttir, fékk í dag dæmdar 500 þúsund krónur, í miskabætur frá ríkinu. Hún var umsækjandi um stöðu skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneytinu. Arnar Þór Másson var ráðinn í stöðuna. Anna Kristín kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hún skipaði Arnar í stöðuna. 20. júní 2012 14:01 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira
Héraðsdómur: Jóhanna braut jafnréttislög Anna Kristín Ólafsdóttir, fékk í dag dæmdar 500 þúsund krónur, í miskabætur frá ríkinu. Hún var umsækjandi um stöðu skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneytinu. Arnar Þór Másson var ráðinn í stöðuna. Anna Kristín kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hún skipaði Arnar í stöðuna. 20. júní 2012 14:01