Cristiano Ronaldo skallaði Portúgal inn í undanúrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2012 18:15 Mynd/AP Portúgal varð í kvöld fyrsta þjóðin til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu í fótbolta. Cristiano Ronaldo tryggði þá Portúgal 1-0 sigur á Tékklandi þegar hann skoraði eina mark leiksins ellefu mínútum fyrir leikslok. Cristiano Ronaldo er þar með búinn að skora þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum og er heldur betur búinn að stimpla sig inn í þessa keppni. Portúgalir mæta annaðhvort Spáni eða Frakkland í undanúrslitunum en þau mætast á laugardagskvöldið. Portúgalir fóru í gang í lok fyrri hálfleiksins og litu ekki til baka eftir það. Þeir voru í stórsókn stærsta hluta seinni hálfleiks og markið lá í loftinu allan hálfleikinn. Liðin tóku ekki mikla áhættu í upphafi leiks og leikurinn var ekki mikið fyrir augað framan af. Tékkar héldu aftur af portúgalska liðinu fram eftir öllum fyrri hálfleiknum en Cristiano Ronaldo lifnaði við á lokakaflanum og fékk þá þrjú fín færi. Hélder Postiga þurfti að fara meiddur af velli á 40. mínútu og Hugo Almeida kom inn fyrir hann. Almeida hafði góð áhrif á sóknarleik Portúgala og Ronaldo fékk besta færi hálfleiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Ronaldo fékk þá flotta sendingu inn í teiginn frá Raúl Meireles en átti eftir að gera mikið áður en hann náði skoti sem small í stönginni. Tékkar sluppu þar með skrekkinn. Portúgalir byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og Cristiano Ronaldo átti skot í utanverða stöngina úr aukaspyrnu á 50. mínútu. Fjórum mínútum síðar spilaði Meireles Ronaldo enn á ný í færi en skot hans var misheppnað og fór langt yfir. Portúgalir voru þarna búnir að taka algjörlega yfir leikinn. Petr Cech varði vel frá Nani á 58. mínútu og mark Hugo Almeida mínútu síðar var síðan dæmt af vegna rangstöðu. Stórsókn Portúgala hélt áfram en Petr Cech var áfram vakandi í markinu. Hann kom þó ekki í veg fyrir frábæran skalla Cristiano Ronaldo ellefu mínútum fyrir leikslok. Cristiano Ronaldo fékk þá frábæra fyrirgjöf frá Joao Moutinho og skoraði með föstum skutluskalla í jörðina og í markið, óverjandi fyrir Cech. Alvöru mark fyrir alvöru mann sem reyndist vera eina mark leiksins. Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
Portúgal varð í kvöld fyrsta þjóðin til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu í fótbolta. Cristiano Ronaldo tryggði þá Portúgal 1-0 sigur á Tékklandi þegar hann skoraði eina mark leiksins ellefu mínútum fyrir leikslok. Cristiano Ronaldo er þar með búinn að skora þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum og er heldur betur búinn að stimpla sig inn í þessa keppni. Portúgalir mæta annaðhvort Spáni eða Frakkland í undanúrslitunum en þau mætast á laugardagskvöldið. Portúgalir fóru í gang í lok fyrri hálfleiksins og litu ekki til baka eftir það. Þeir voru í stórsókn stærsta hluta seinni hálfleiks og markið lá í loftinu allan hálfleikinn. Liðin tóku ekki mikla áhættu í upphafi leiks og leikurinn var ekki mikið fyrir augað framan af. Tékkar héldu aftur af portúgalska liðinu fram eftir öllum fyrri hálfleiknum en Cristiano Ronaldo lifnaði við á lokakaflanum og fékk þá þrjú fín færi. Hélder Postiga þurfti að fara meiddur af velli á 40. mínútu og Hugo Almeida kom inn fyrir hann. Almeida hafði góð áhrif á sóknarleik Portúgala og Ronaldo fékk besta færi hálfleiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Ronaldo fékk þá flotta sendingu inn í teiginn frá Raúl Meireles en átti eftir að gera mikið áður en hann náði skoti sem small í stönginni. Tékkar sluppu þar með skrekkinn. Portúgalir byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og Cristiano Ronaldo átti skot í utanverða stöngina úr aukaspyrnu á 50. mínútu. Fjórum mínútum síðar spilaði Meireles Ronaldo enn á ný í færi en skot hans var misheppnað og fór langt yfir. Portúgalir voru þarna búnir að taka algjörlega yfir leikinn. Petr Cech varði vel frá Nani á 58. mínútu og mark Hugo Almeida mínútu síðar var síðan dæmt af vegna rangstöðu. Stórsókn Portúgala hélt áfram en Petr Cech var áfram vakandi í markinu. Hann kom þó ekki í veg fyrir frábæran skalla Cristiano Ronaldo ellefu mínútum fyrir leikslok. Cristiano Ronaldo fékk þá frábæra fyrirgjöf frá Joao Moutinho og skoraði með föstum skutluskalla í jörðina og í markið, óverjandi fyrir Cech. Alvöru mark fyrir alvöru mann sem reyndist vera eina mark leiksins.
Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira